fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Vítalía svarar fyrir sig og sakar Arnar um ofbeldi – Birtir skjáskot um atvikið í heita pottinum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. maí 2023 21:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vítalía Lazareva birti pistil á Facebook í kvöld þar sem hún virðist svara ásökunum sem bornar voru á hana í þætti Frosta Logasonar í dag. Hún sakar ónefndan mann um ofbeldi í nánu sambandi, en miðað við samhengi hlutanna getur þar ekki verið um neinn annan að ræða en Arnar Grant. Hún birtir auk þess skjáskot af spjalli sínu við Arnar, sem gæti ýtt undir sannleiksgildi frásagnar hennar af meintu ofbeldi nokkurra manna gegn sér í heitum potti í sumarbústað.

Sjá einnig: Deilir skjáskotum af samskiptum Arnars og Vítalíu – „Viltu að ég jarði þig? Vinina líka?“

Eins og DV greindi frá í dag birti Frosti í þætti sínum skjáskot af samskiptum Arnars og Vítalíu sem hann telur sanna að Vítalía hafi sagt ósatt í frægu viðtali sínu við Eddu Falak í hlaðvarpinu Eigin konur. Þar sakaði hún Arnar og nokkra landsþekkta menn um kynferðislegt ofbeldi gegn sér. Í fréttinni segir:

„Þar má meðal annars sjá skjáskot þar sem Vítalía hótar að henda Arnari og vinum hans, sem ætla má að séu Hreggviður Jónsson, Þórður Már Jóhannesson, Ari Edwald og Logi Bergmann Eiðsson „undir strætóinn“ sem viðbragð við því að Arnar ætli að hætta með henni. Skjáskotið er frá júlí 2021 en þá var um hálft ár liðið frá sumarbústaðaferðinni alræmdu og áttu Vítalía og Arnar enn í leynilegu ástarsambandi.“

Frosti heldur því fram að gögnin sýni að Vítalía hafi farið í viðtalið við Eddu í annarlegum tilgangi. Ennfremur segir í fréttinni:

„Þá eru einnig sýnd skjáskot af samskiptum Arnars og Vítalíu eftir viðtalið þar sem Vítalía segir það hafa verið rangt af sér að tækla málið með þessum hætti. Hún hafi einfaldlega upplifað sig niðurlægða af því að hún upplifði að Arnari væri slétt sama um sig.“

Skjáskot Vítalíu:

Í skjáskotinu að ofan sem Vítalía birtir með pistli sínum spyr hún Arnar: „Var brotið á mér?“ – Hann svarar: „Ég get staðfest það fyrir dómi en ég braut ekki gegn þér og það veistu.“

Ofbeldisásakanir

Sem fyrr segir sakar Vítalía Arnar um ofbeldi, sem hún segir að hafi fyrst verið andlegt og fjárhagslegt en síðan líkamlegt síðasta sumar. Hún segir:

„Að þrífast í ofbeldissambandi er meira en að segja það. Èg vissi aldrei í raun hvað orðið ofbeldissamband þýddi eða um hvað fólk ræddi, þegar maður hefur ekki verið þarna þá hreinlega veit maður í raun ekki hvað hlutirnir geta snöggt breyst úr hvítu í kolsvarta.

Að búa við ofbeldi í nánu sambandi er meira en að segja það. Það góða er svo gott en það slæma er svo hrikalega slæmt. Ofbeldið vindur uppá sig, það byrjar oft með andlegu en fer yfir í líkamlegt. Ég varð ekki fyrir höggi fyrr en síðasta sumar í fyrsta skipti, og ég taldi mér trú um það að aðilinn hafi verið fullur og reiður, að hann myndi ekki leggja hendur á mig aftur. Tíminn leið og ég flutti inn með honum, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, flutningar fram og tilbaka. Ofbeldið varð meira og byrjaði ég að skrifa niður í símanum mínum þegar ofbeldið átti sér stað, hreinlega til að minna mig á að ég hef rétt fyrir mér-manni er jú oft sagt að maður rann sjálfur til á mottunni eða hreinlega neitað fyrir það að hafa lagt á mann hendur. Ég vildi alltaf trúa að aðilinn gæti breyst, því ég elskaði hann svo mikið og vildi svo innilega trúa að allt myndi verða betra, en það varð það ekki. Ég gleymi aldrei deginum sem við liggjum saman og erum að fara að sofa, ég segi eitthvað sem honum misslíkar og hann dúndrar símanum í hausinn á mér, ég geng með kúlu í nokkra daga eftir þetta en læt samt eins og þetta hafi verið mér að kenna, meðvirknin var orðin svo mikil.“

Hún vísar síðan til frétta dagsins og segir:

„Daginn í dag hefur ofbeldið verið andlegt, líkamlegt og byrjað að þróast i fjárhagslega hluti með stjórnsemi. Ögrun og hótanir fylgja alltaf eftir. Allir sem hafa verið í svona aðstæðum vita að þetta dregur fram það versta í manni, maður ver sig með kjafti og klóm og hreinlega verður viðbjóðslegur.

Að búa við þannig aðstæður að þú myndar allt sem þér er sent og safnar saman allskonar gögnum til að vera viðbúinn til þess að einn daginn springur allt, ég óska engum þess að búa við það að reyna að spila eitthvern svona klikkaðan leik um fullkomið heimili sem síðan er að rotna að innan.“

Vítalía segir ennfremur að hún hafi verið beðin um að skrifa undir einhvers konar þöggunarsamning, eða það má lesa úr þessum orðum:

„Ég var beðin um að skrifa að ég myndi aldrei ræða nein mál opinbert og kvitta með minni undirskrift, ég var beðin um að stíga fram og segja að viðtalið sem ég fór í var ýkt og var ég beðin um að biðja hans fjöldskyldu afsökunar á viðtalinu. Ég gerði það aldrei. Ég stend með minni frásögn og læri enn eina ferðina að manneskjan sem stóð mér næst var manneskjan sem síðar lagði á mig hendur, og manneskjan sem sagði stuttu eftir okkar kynni að hann ætlaði að sofa hjá mér fyrir framan vini sína og leyfa þeim að horfa á.“

Þá segir Vítalía að Arnar hafi safnað af sér nektarmyndum og geymt í heimildarleysi ásamt því að leka gögnum úr símanum hennar:

„Þessi manneskja hefur safnað óteljandi myndum af mér eins og nektarmyndum og geymt þær í leyfisleysi, hefur lekið gögnum úr símanum mínum og sagt tvennar mismunandi sögur hvað varðar öll málin sem hafa verið til umfjöllunar sem og fólki sem stendur honum næst, ég hef lært það að enginn fær að vita hreinan og beinan sannleikan frá honum, sama hvort það sé fjöldskylda eða vinir, það er sagt það sem hentar hverju sinni. Lygavefurinn er orðinn svartur eins og svarthol.“

Lygar varðandi sambúð

Þá segir Vítalía að Arnar hafi sagt ósatt um samband þeirra og afneitað því að þau væru í sambúð þegar sannleikurinn var sá að hún bjó með honum:

„Alltaf þegar koma fréttir um sambúð okkar þá er logið og haldið því fram að ekkert um það sé satt. En staðreyndin er sú að ég bjó þarna og margir sem vita það. Maður grætur og brotnar niður, hugsar afhverju þarf alltaf að niðurlægja mann með þeim hætti að neita fyrir eitthvað sem hreinielga er ekki hægt að neita fyrir. Ég veit ástæðuna og hún er sú að það þarf að halda lygavefnum í kringum sig gangandi. Ég er fegin að dagurinn í dag varð til þess að aðilinn eyddi mér af miðlinum eftir að ég neitaði að tweeta eða hringja í fréttamiðilinn.“

Færsla Vítalíu er hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar