fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

BÍ segir stjórnvöld hafa brugðist – Félagið hafi árum saman bent á alvarlega stöðu íslenskra fjölmiðla

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 31. mars 2023 17:27

Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að því að standa vörð um lýðræðið með aðgerðum til stuðnings einkarekinna miðla. Yfirvofandi gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins er ekki einungis áfall fyrir öll þau sem misstu vinnuna í dag, heldur fyrir fjölmiðlamarkaðinn í heild sinni og tjón fyrir samfélagið allt. Stjórnvöld hafa brugðist þrátt fyrir að félagið hafi árum saman bent á alvarlega stöðu fjölmiðla á Íslandi. Gjaldþrot Torgs er staðfesting á þeim algjöra markaðsbresti sem orðið hefur með tilkomu tæknirisa á borð við Google og Facebook sem hirða nú helming alls fjármagns úr íslenskum auglýsingamarkaði sem gerir það að verkum að 12 milljarðar leka úr landi án þess að stjórnvöld spyrni við fótum.Stjórn Blaðamannafélagsins lýsir vonbrigðum yfir því að stjórnarflokkarnir hafi ekki dug til þess að takast á við þetta alvarlega vandamál með frekari aðgerðum til stuðnings einkareknum miðlum – heldur afvegaleiði sífellt umræðuna þess í stað, með því að gera það að skilyrði að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði, án þess að því fylgi raunverulegur ásetningur. Stjórn Blaðamannafélagsins krefst þess að stjórnvöld hætti að nota RÚV sem afsökun fyrir því að styðja ekki betur við einkarekna miðla og varar við því að ef ekkert verður að gert er raunveruleg hætta á því að fleiri miðlar fari á sama veg og Fréttablaðið, með tilheyrandi tjóni fyrir samfélagið. Því það er óumdeilt að frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðis. Um þá þurfum við sem samfélag að standa vörð – sama hvað það kostar.F.h. stjórnar Blaðamannafélags ÍslandsSigríður Dögg Auðunsdóttir formaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu