fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Úkraínumenn fagna dauða stríðshetju en Rússar eru ekki sammála um dánarorsökina

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. mars 2023 04:14

Dmitri Lissitzky

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem stríðið í Úkraínu hafi kostað eina helstu stríðshetju Rússa lífið. En Úkraínumenn og Rússar eru ósammála um hvernig dauða hans bar að.

Dmitri Lissitzky var meðal þeirra rússnesku hermanna sem höfðu hlotið flest heiðursmerki en hann tók þátt í öllum stríðum Rússa frá 1993.

Rússneskir fjölmiðlar skýrðu frá því í gær að Lissitzky, sem var yfirlautinant og foringi úrvalssveitar fallhlífarhermanna, væri látinn. Hann hafði meðal annars hlotið æðsta heiðursmerki Rússlands, Hetja Rússlands, fyrir stríðsþátttöku sína síðustu áratugi.

Úkraínskir fjölmiðlar fjölluðu um andlát hans í gær og glöddust mjög og sögðu að honum hefði verið „eytt“.

Lissistzky var í fararbroddi rússneskra hermanna sem niðurlægðu úkraínska herinn 2014 við bæinn Ilovajsk. Þá handsömuðu Rússar fjölda úkraínskra hermanna og felldu 366. Þessi atburður er þekktur sem „slátrunin við Ilovajsk“. BBC sagði 2019 að þessi orusta hafi verið sú mannskæðasta í síðari tíma sögu Úkraínumanna. Lissitzky fékk einmitt æðsta heiðursmerki Rússlands eftir þessa orustu.

Juri Butusov, úkraínskur blaðamaður, sagði i gær að úkraínskir hermenn hefðu drepið Lissitzky.

Á sama tíma og Úkraínumenn fagna dauða hans og segja að úkraínskir hermenn hafi drepið hann þá segja rússneskir fjölmiðlar aðra sögu og segja að hann hafi svipt sig lífi á heimili síju í Stavropol.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst