fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fréttir

Ákærður fyrir árásina hjá Moe´s Bar Grill – Brotaþolinn með varanlegan heilaskaða

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. mars 2023 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og sjö ára gamall Reykvíkingur, Óskar Andri Jónsson, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, en til vara sérstaklega hættulega líkamsárás, fyrir að hafa hrint manni niður 23 tröppur fyrir utan veitingastaðinn Moe´s Bar Grill við Jafnasel í Breiðholti.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni er erlendur, 42 ára gamall. Í texta ákæru héraðssaksóknara, sem DV hefur undir höndum, segir að Óskar hafi sparkað í bak mannsins þannig að hann féll niður 23 steinsteyptar tröppur. Við fallið höfuðkúpubrotnaði maðurinn og hlaut „dreifðar blæðingar í og við heila beggja vegna, alvarlegan og varanlegan heilaskaða, sem felur í sér hugræna skerðingu, máltruflanir og takmarkaðan málskilning.“

Sjá einnig: Hryllileg árás við Moe´s Bar Grill í Breiðholti – Grunaður um að sparka manni niður 23 steintröppur

Óskar hefur setið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá 30. október. Eigandi Moe´s Bar Grill, sem er við Jafnasel í Breiðholti, taldi fyrst að um slys hefði verið að ræða. En skoðun á efni í eftirlitsmyndavél leiddi í ljós að manninum hafði verið sparkað niður tröppurnar, 23 þrep. Brotaþolinn lá lengi meðvitundarlaus eftir árásina en laust fyrir síðustu jól fór hann að geta tjáð sig við lögreglu sem leiddi til þess að skriður komst á rannsóknina.

Sjá einnig: Árásin við Moe´s Bar Grill – Maðurinn sem sparkað var niður 23 tröppur farinn að geta tjáð sig við lögreglu

Í yfirheyrslum lögreglu bar Óskar við minnisleysi, sagðist hann engar minningar hafa um kvöldið sem árásin átti sér stað né dagana á undan.

Réttarhöld í apríl

Aðalmeðferð í málinu verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 26. apríl næstkomandi. Héraðssaksóknari krefst refsingar yfir Óskari og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd brotaþolans er gerð krafa um miska- og skaðabætur upp á 150 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga

Einar ósáttur eftir tannlæknaferð til Búdapest – Situr eftir með dýran góm fyrir tennur sem ekki þurfti að draga
Fréttir
Í gær

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi

Tæknifyrirtæki hafa eytt sönnunargögnum um stríðsglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni

Sakaður um að hafa nauðgað karlmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“

Birkir Jón og félagar í baráttu um gullið á NM – „Ég hef virkilega góða tilfinningu fyrir þessu móti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf

Ákærður fyrir skattsvik þremur árum eftir stórt gjaldþrot Omzi ehf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun

Var rekinn fyrir að berja samstarfsmann sem var með leiðindi í partý – Stefndi vinnustaðnum og heimtaði bætur fyrir ólögmæta riftun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“

Segir foreldra sína útilokaða frá fermingarathöfn á Tálknafirði – „Erfitt að horfa á móður mína vera leiða og gráta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“

Undrast litla umræðu vegna verkfalla í Mosfellsbæ – „Gerið eitthvað!“