fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Árásin við Moe´s Bar Grill – Maðurinn sem sparkað var niður 23 tröppur farinn að geta tjáð sig við lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 21:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunaður gerandi í árás við Moe´s Bar Grill hefur verið úrskurðaður í framlengt gæsluvarðhald til 20. janúar næstkomandi. Héraðsdómur kvað upp þann úrskurð þann 3. janúar og Landsréttur hefur nú staðfest hann.

Sjá eldri frétt DV um málið

Árásin átti sér stað þann 29. október 2022 en eigandi Moe´s Bar Grill, sem er við Jafnasel í Breiðholti, taldi fyrst að um slys hefði verið að ræða. Skoðun á efni í eftirlitsmyndavél leiddi í ljós að manninum hafði verið sparkað niður tröppurnar, 23 þrep. Samkvæmt heimildum DV er sá sem grunaður er um árásina Íslendingur en þolandinn er af erlendu bergi brotinn.

Hinn grunaði hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 30. október. Sá sem sparkað var niður tröppurnar hefur legið þungt haldinn á sjúkrahúsi síðan árásin átti sér stað. Hins vegar var hann, samkvæmt úrskurðinum, farinn að geta tjáð sig fyrir jól. Þrátt fyrir þetta er sá hluti af rökstuðningi fyrir gæsluvarðhaldi sá að við brotinu gæti legið ævilangt fangelsi og má ráða af því að brotaþoli sé ekki úr lífshættu. „Kærði er undir sterkum grun um tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás. Verknaðurinn kann að varða við 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot gegn ákvæðinu varðar allt að ævilöngu fangelsi. Þá kann verknaðurinn að varða við 2. mgr. 218. gr. sömu laga, sem varðar fangelsi allt að 16 árum,“ segir í úrskurðinum.

Lögreglan ákvað að hefja framhaldsrannsókn á málinu eftir 21. desember og meðal annars reyna að taka skýrslu af brotaþola, „afla læknisfræðilegra gagna um hagi kærða, teikna upp og mynda anddyrið þar sem brotaþola var sparkað niður tröppurnar og reyna enn frekar að hafa uppi á tilteknu vitni sem virðist skv. myndbandsupptöku sjá vel umræddan atburð.“

Hinn grunaði í málinu ber við minnisleysi, segist hann engar minningar hafa um umrætt kvöld né dagana á undan.

Í rökstuðningi fyrir gæsluvarðhaldinu er byggt á að það sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna með vísan til þess hvað meint brot er alvarlegt. „Óforsvaranlegt þykir að kærði gangi laus eins og sakir standa. Í dómaframkvæmd hefur verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega eru grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir,“ segir í úrskurði Héraðsdóms sem Landsréttur hefur staðfest.

Ekki liggur fyrir hvort maðurinn verður látinn laus þann 20. janúar eða hvort áframhaldandi gæsluvarðhalds verður krafist.

 

Úrskurði Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“