fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
Fréttir

„Þetta eru auðvitað algjörar sorgarsögur þegar við heyrum þær. Þær eru of margar“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. mars 2023 12:57

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta eru auðvitað algjörar sorgarsögur þegar við heyrum þær. Þær eru of margar. Það er einfaldlega þannig,“ segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastýra Krabbameinsfélagsins um vangreind krabbamein. Halla og Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur voru gestir í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni. 

Halla segir Krabbameinsfélagið ekki hafa tölur um fjölda þeirra einstaklinga sem voru vangreindir. Í nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagins svöruðu 30% þáttakenda játandi spurningunni um hvort þeir hefðu þurft að leita oftar en einu sinni til læknis vegna einkenna sem síðar reyndust vera orsök krabbameina. Aðspurð um hvort sá fjöldi sé eðlilegur segir Halla: „Það skal ég ekki segja um, ég veit það bara ekki. Við eigum í raun og veru engin viðmið um það. Stóra málið er auðvitað að fólk gefist ekki upp, að fólk hætti ekki að reyna að fá úrlausn sinna mála. Og það getur auðvitað tekið á. Og við vitum það að fólk er misvel í stakk búið til að krefjast þjónustu eða tala sínu máli.“ 

Helena Gylfadóttir er ein þeirra kvenna sem leitaði ítrekað í á annað ár til lækna vegna verkja. Helenu var meðal annars ávísað kvíðalyf og svefnlyf. Eftir að hafa verið flutt á bráðamóttöku með sjúkrabíl var hún greind með 4.stigs krabbamein. Helena hefur lokið geislameðferð og er í lyfjameðferð.

Helena leitaði ítrekað læknisaðstoðar vegna verkja og var sett á kvíðalyf -Greindist svo á bráðadeild með ólæknandi krabbamein

Mikilvægt að koma á skýru verklagi

„Það sem vitum er að enginn ætlar sér að svona lagað gerist. Það er alveg á hreinu. Það er líka næsta víst að við munum aldrei komast hjá því að svona atvik verða,“ segir Halla sem segir marga þætti spila inn í þegar kemur að vangreiningu á krabbameinum. Hún telur mikilvægt að koma á fót skýru verklagi, þannig að ef minnsti grunur vaknar um krabbamein þá fari viðkomandi einstaklingur á einhverskonar „færiband“ sem keyrir áfram og sér til þess að einstaklingurinn fari í nauðsynlegar rannsóknir. „Við vitum að það getur skipt svo miklu máli að mein greinist snemma.“

Lóa bendir á að læknar, til að mynda á heilsugæslu, sinni fjölmörgum sjúklingum á degi hverjum og það sé mikið sem „rúlli í gegn.“ Langoftast sé saklaus skýring á bak við einkennin hjá fólki, eða allavega ekki lífshættuleg. „Þannig að það er alveg eðlilegt að fyrst sé reynt ákveðið, áður en það er farið út í meiri rannsóknir. En ef fólk byrjar að koma kannski einu sinni eða tvisvar, jafnvel þrisvar með sömu einkennin þá þyrfti að vera eitthvað flagg. Og ég veit ekki hvort slíkt sé fyrir hendi í kerfinu.“ 

Hún segir það þungbærar fréttir fyrir einstaklinga að fá þá niðurstöðu að það sé með krabbamein. Ef einstaklingar vilji leita réttar síns þá er hægt að leita til talsmanns sjúklinga Landspítalans eða til Landlæknis, þar sem hægt er að leggja  inn með kærumál.

Krabbameinum mun fjölga næstu ár

Halla segir það blasa við að krabbameinstilvikum muni fjölga gríðarlega næstu ár, því sé mikilvægt að koma upp skýrari ferlum.

„Þá þurfum við að vera tilbúin, alveg eins og það eru yfirvofandi eldgos eða náttúruhamfarir, við þurfum vera með planið tilbúið, hvernig við tryggjum að fólk fari í gegnum það ferli sem það þarf að fara í gegnum og fái rétta þjónustu á réttum tíma.“

Hlusta má á viðtalið við Höllu og Lóu í heild hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snjóflóð féll á sjö manna skíðahóp – Tveir slasaðir fluttir til Akureyrar

Snjóflóð féll á sjö manna skíðahóp – Tveir slasaðir fluttir til Akureyrar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börkur hleypur fyrir Píeta 

Börkur hleypur fyrir Píeta 
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fréttavaktin: Leikskólavandi, líðan barna í skólum, Instagram-svindl

Fréttavaktin: Leikskólavandi, líðan barna í skólum, Instagram-svindl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekið á hund á Kaldárselsvegi – Margt í gangi hjá lögreglunni í dag

Ekið á hund á Kaldárselsvegi – Margt í gangi hjá lögreglunni í dag
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Meta hvort skotmaðurinn á Dubliner sé hættulegur almenningi

Meta hvort skotmaðurinn á Dubliner sé hættulegur almenningi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ógnvænleg hækkun á afborgun húsnæðisláns – 170 þúsund króna hækkun á mánaðarlegri afborgun

Ógnvænleg hækkun á afborgun húsnæðisláns – 170 þúsund króna hækkun á mánaðarlegri afborgun