fbpx
Fimmtudagur 23.maí 2024
Fréttir

Börkur hleypur fyrir Píeta 

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. mars 2023 13:27

Börkur hleypur í sex klukkustundir í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börkur Reykjalín Brynjarsson utanvegahlaupari lagði af stað í morgun í sex klukkutíma hlaup í Mosfellsbæ.

Hlaupið heldur hann árlega til styrktar Píeta samtökunum. Blíðskaparveður er í Mosfellsbæ í dag og á annað hundrað hlauparar eru búnir að hlaupa með Berki í morgun. Allir eru velkomnir til að hlaupa með, þeir sem geta ekki hlaupið með geta styrkt Píeta, sjá neðar í þessari grein.

Hvatinn að þessum árlega viðburði hjá Berki er að tveir vinir hans tóku eigið líf.  Fyrir nokkrum árum átti Börkur einnig samtal við vin sinn sem var kominn á þann stað að telja dætrum sínum betur borgið í lífinu ef hann væri ekki til staðar. 

„Þá áttaði ég mig á því að þetta var ekki svona einfalt. Þessi vinur minn er sá sem ég get best hallað mér upp að ef ég er í andlegum vanda og hefur unnið við sjúkraflutninga, komið að sjálfsvígum og talað fólk úr sjálfsvígum og hefur mikla reynslu af sálfræðilegum fræðum. Þegar svona maður er kominn á þann stað að vera búinn að ákveða stað og stund og útvega sér það sem þarf, þá er þetta líklega eins alvarlegur sjúkdómur og hægt er að hugsa sér,“ segir Börkur í færslu um verkefnið.

Meðalfjöldi sjálfsvíga síðustu tíu ára eru 40 sjálfsvíg á ári, sem þýðir að einn einstaklingur tekur líf sitt á hverjum níu dögum. 

„Að fara af stað með svona verkefni að halda góðgerðahlaup getur tekið aðeins aðeins á taugarnar, sérstaklega þar sem maður veit aldrei hver niðurstaðan verður. Síðan er þetta fólk í kringum mig sem er ómetanlegt, allir tilbúnir að leggja til hjálparhönd og er ég þeim óendanlega þakklátur. Að setja svo bara hausinn undir sig og hugsa – ég er að gera þetta fyrir málstaðinn og ég næ vonandi til einhverra og get hjálpað einum eða tveimur að átta sig á hvert þeir geta leitað ef vandinn er það djúpur að allt virðist svart og enginn útleið.“

Þeir sem vilja taka þátt og hlaupa geta gert það til kl. 16 í dag. Hægt verður að styrkja samtökin með því að kaupa aðgang að hlaupinu á 2500 kr fyrir hvern klukkutíma sem þú vilt taka þátt.

Einnig er hægt að gerast mánaðarlegur styrktaraðili samtakanna á pieta.is eða leggja frjáls framlög inn reikning Píeta:
Reikningur: 0301-26-041041
Kennitala: 410416-0690

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Fjöldi manns hljóp í dag.

 

„  “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Aþena Sif dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir hryllilega árás – Blóð víðsvegar í anddyri og fyrir framan lyftu

Aþena Sif dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir hryllilega árás – Blóð víðsvegar í anddyri og fyrir framan lyftu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Martröð í háloftunum: Afinn sem lést var á leið í sitt síðasta „stóra ferðalag“ – Einn Íslendingur um borð

Martröð í háloftunum: Afinn sem lést var á leið í sitt síðasta „stóra ferðalag“ – Einn Íslendingur um borð
Fréttir
Í gær

Réttað var yfir lögreglumanni í dag – Ákærður fyrir ofbeldi við handtöku

Réttað var yfir lögreglumanni í dag – Ákærður fyrir ofbeldi við handtöku
Fréttir
Í gær

Guðmunda veitir innsýn í líf öryrkja: Fór til tannlæknis 2009 og í leikhús 2014

Guðmunda veitir innsýn í líf öryrkja: Fór til tannlæknis 2009 og í leikhús 2014
Fréttir
Í gær

Björn segir að Katrín hafi verið sú eina sem hringdi

Björn segir að Katrín hafi verið sú eina sem hringdi
Fréttir
Í gær

Arnar Þór í stríði við skopmyndateiknara – „Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra“

Arnar Þór í stríði við skopmyndateiknara – „Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu nýjustu treyju Víkings sem fær góð viðbrögð – ,,Óður til samfélagsins í 108″

Sjáðu nýjustu treyju Víkings sem fær góð viðbrögð – ,,Óður til samfélagsins í 108″
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamannafélagið og SA undirrita kjarasamninga

Blaðamannafélagið og SA undirrita kjarasamninga