fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fréttir

Hörð og snúin deila tveggja kvenna um hesthús á Hvammstanga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. mars 2023 17:30

Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem byggði hesthús á Hvammstanga árið 2011 hefur í tvígang reynt að ógilda nauðungarsölu á eigninni sem fór fram síðasta haust. Á þriðjudaginn staðfesti Landsréttur úrskurð Héraðsdóm Norðurlands vestra frá 27. desember, þess efnis að nauðungarsalan standi.

Tekið skal fram að nauðungarsalan snýst ekki um vanskil heldur ósamkomulag tveggja kvenna um eignarhald á hesthúsinu. Grundvöllur nauðungarsölunnar er 2. málsgrein 8. greinar laga um nauðungarsölur en hljóðar svo:

 „Ákvæðum þessara laga verður beitt eftir því sem átt getur við til að ráðstafa eign sem er í óskiptri sameign ef þess er krafist af einum eða fleiri eigendum að henni, en þó ekki þeim öllum, og sýnt er að eigninni verði ekki skipt milli eigenda án verulegs tjóns eða kostnaðar, enda standi hvorki fyrirmæli annarra laga né samnings í vegi fyrir að slík krafa nái fram að ganga.“

Við nauðungarsölu af þessu tagi rennur kaupverðið til eigenda eignarinnar.

Sem fyrr segir byggði konan hesthúsið árið 2011 og nýtti það ásamt syni sínum fram til ársins 2016 en þá tók hin konan hluta hússins á leigu. Á aðfangadag það ár gerðu konurnar með sér kaupsamning, þannig að leigutakinn keypti helming eignarinnar. Kom fram í þeim samningi að kaupverðið væri að fullu greitt. Ágreiningur varð hins vegar á milli kvennanna um það hvort kaupandinn væri að leggja nóg fram til rektrarkostnaðar hesthússins. Sú sem hafði byggt húsið segir svo ekki vera og á tilteknum tímapunkti hafi skuldin verið komin upp í 700 þúsund krónur.

Málsatvik eru að hluta rakin svo í texta úrskurðar héraðsdóms í málinu:

„Í lok maí 2021 afhenti varnaraðili kaupsamning aðila til þinglýsingar hjá sýslumanninum á Norðurlandi vestra og var honum í framhaldi af því þinglýst án athugasemda. Í byrjun júlí 2021 skoraði varnaraðili á sóknaraðila að gefa út afsal fyrir eignarhluta varnaraðila í húsinu og um leið að gera nánari grein fyrir þeim kostnaði sem sóknaraðili krafði varnaraðila um. Jafnframt bauðst varnaraðili til að kaupa eignarhlut sóknaraðila fyrir tilgreinda fjárhæð. Af hálfu sóknaraðila var brugðist við þessu bréfi varnaraðila með því að sóknaraðili bauðst til að kaupa hlut varnaraðila á því verði sem varnaraðili bauð. Í framhaldi af þessu áttu lögmenn aðila í nokkrum samskiptum og gengu kauptilboð á milli þeirra. Í september 2021 varpaði lögmaður varnaraðila fram þeirri hugmynd hvort ekki væri unnt að skipta húsinu í tvo hluta. Hinn 10. nóvember 2021 sendi lögmaður sóknaraðila tölvupóst þess efnis að sóknaraðili ætlaði ekki að selja sinn hlut í húsinu og tók fram að sóknaraðili teldi ógerlegt að skipta húsinu í tvo hluta m.a. vegna þess að í því væri ein kaffistofa, ein hnakkageymsla og ein hlaða.“

Komst yfir allt hesthúsið í gegnum nauðungarsölu

Kemur síðan fram að sú sem hafði keypt helming hesthússins sendi hinum eigandanum áskorun um að ganga til samninga um slit á sameign þeirra. Þeirri áskorun var ekki svarað. Í byrjun árs 2022 sendi hún síðan beiðni á sýslumanninn á Norðurlandi vestra um nauðungarsölu til slita á fasteign. Sýslumaður tók beiðnina fyrir og í uppboðinu átti konan sem bað um nauðungarsöluna hæsta boð og keypti hesthúsið með húð og hári fyrir 21 milljón króna.

Konan sem hafði byggt og átt hesthúsið byggði kröfur sínar á því að konan sem fékk nauðungarsöluna í gegn hefði ekki verið löggiltur eigandi að helmingi hesthússins, en skv. áðurnefndri 8. grein laga um nauðungarsölur getur einn eigandi sameignar krafist nauðungarsölu. Kaupsamningur sem gerður var um sölu á helmingi hússins til hennar hefði verið bundinn þeim skilyrðum að hún stæði við þá skyldu sína að greiða rekstrarkostnað, en það hefði hún ekki gert. Fyrirvarar í kaupsamningi hafi því ekki verið uppfylltir. Í málsástæðum sækjanda (þ.e. upphaflega eigandans sem vildi rifta nauðungarsölunni), segir:

„Af hálfu sóknaraðila er á því byggt að hún hafi gefið varnaraðila eins konar vilyrði fyrir kaupum á hluta hússins, ef hún sýndi fram á að hún myndi standa í skilum með rekstrarkostnað. Skjalið hafi verið útbúið í þessu samhengi en ekki hafi staðið til að varnaraðili eignaðist hlut í eigninni, nema hún uppfyllti skyldur sínar til lengri tíma en hún hafi mátt hafa hesta í húsinu gegn greiðslu tiltekinnar fjárhæðar og sameiginlegs kostnaðar. Komið hafi í ljós að varnaraðili stóð ekki í skilum með greiðslu rekstrarkostnaðar og í janúar 2021 hafi uppsöfnuð skuld hennar numið tæpum 700.000 krónum. Við þetta hafi forsendur fyrir kaupum varnaraðila á hluta hússins brostið. Varnaraðili hafi ekki fallist á kröfur sóknaraðila og látið þinglýsa skjalinu eins og um löglega eignarheimild væri að ræða.“

Bendir hún jafnframt á að hún hafi aldrei gefið út afsal fyrir sölunni vegna þess að kaupandinn hafði ekki uppfyllt þessi skilyrði í kaupsamningnum.

Konan beitti einnig fleiri lagalegum rökum fyrir þeirri fullyðingu að kaupandinn hefði í raun aldrei orðið sameigandi að hesthúsinu. Hvorki héraðsdómur né Landsréttur féllust á sjónarmið hennar og töldu nauðungarsöluna vera löglega.

Úrskurðina í málnu má lesa hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Edda Falak braut lög
Fréttir
Í gær

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“

Segir að hvorki Kópavogsbær né tryggingar vilji axla ábyrgð eftir að skólp flæddi inn á heimili fjölskyldunnar – „Ég er á kafi í skít í orðsins fyllstu“
Fréttir
Í gær

Harðar deilur Breta og Spánverja um Gíbraltar

Harðar deilur Breta og Spánverja um Gíbraltar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“

Varar konur við öfugugga í Öskjuhlíð – „Var á fullu að athafna sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkennir að orustan um Bakhmut hafi farið illa með Wagner

Viðurkennir að orustan um Bakhmut hafi farið illa með Wagner
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“

„Þessi börn eru að fá að hitta ömmu sína og afa einu sinni á ári í kannski klukkutíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglu þótti Magnús vera óeðlilega rólegur – „Það sat svolítið í mér þetta orð“

Lögreglu þótti Magnús vera óeðlilega rólegur – „Það sat svolítið í mér þetta orð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði

Ferðafólki komið til aðstoðar við Pétursey og á Fjarðarheiði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Útlendingar manna þriðjung starfa í ferðaþjónustunni

Útlendingar manna þriðjung starfa í ferðaþjónustunni