fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Fréttir

„Ég var einu sinni þarna í einhverjum kraftgalla, grútskítug og leit illa út og lyktaði illa af drykkju“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. mars 2023 16:00

Magdalena Sigurðardóttir Mynd: YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magdalena Sigurðardóttir yfirgaf fjölskyldu sína og fyrra líf og bjó á götunni. Magdalena kljáist við fíknisjúkdóm.

„Á 14 árum er ég komin bara hreinlega á götuna, búin að fara frá fjölskyldunni minni og enda bara þarna í einhverri tunnugeymslu. Þarna er minn botn, þarna veit ég að ég er að fara að deyja úr sjúkdómnum,“ segir Magdalena sem hefur verið edrú í á ellefta ár.

Á Kaffistofu Samhjálpar hitti Magdalena fólkið sem hún var með í neyslu. Segir hún þau hafa verið misjafnlega stödd í neyslunni. En Magdalena man að hún mætti alltaf rosalega góðu viðmóti hjá starfsfólkinu, tekið var utan um hana og spurt um líðan hennar. „Það var verið að reyna að hvetja mig, voru allir rosalega góðir við mig og vildu mér allt það besta. Ég skýrðist í höfðinu við að fá að borða og ég fann alveg að það kom svona vellíðan inn í mig,“ segir Magdalena.

„Ég hefði aldrei getað þetta ein. Þess vegna skiptir svo miklu máli að samfélagið grípi okkur líka og hjálpi okkur, horfi ekki bara framhjá. Ég var einu sinni þarna í einhverjum kraftgalla, grútskítug og leit illa út og lyktaði illa af drykkju. Sýnt svona náungakærleika til okkar, við þurfum á því að halda. Ekki meira niðurbrot.“

Magdalena segir fólk sem kemur á kaffistofuna, fær að vera þar og það er einhver góður við það oft fara í meðferð í kjölfarið. „Og verða svo bara nýtir og góðir samfélagsþegnar á eftir. Svona eins og ég og fullt af kraftaverkum eins og ég þarna úti. Ekki horfa framhjá og labba í burtu því það velur sér enginn að verða svona.“

Magdalena er ein þeirra sem segir sögu sína í tilefni af vitundarvakningarátaki Samhjálpar Ekki líta undan. Átakið er til að vekja athygli á hópnum sem hefur sótt eða sækir Kaffistofuna. Yfir 350 manns leita á kaffistofuna daglega til að þiggja máltíð, hlýju, virðingu og samveru. Öll eiga það sameiginlegt að búa við mjög erfiðar félagslegar aðstæður, sárafátækt og jafnvel heimilisleysi. Með átakinu vill Samhjálp vekja almenning til vitundar um að við erum öll manneskjur sem mæta á af virðingu, kærleika og skilningi.

„Ég sá bara engan tilgang með lífinu“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Til stóð að rýma húsin sem urðu fyrir flóði en það tókst ekki í tæka tíð

Til stóð að rýma húsin sem urðu fyrir flóði en það tókst ekki í tæka tíð
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Móðir sýknuð í líkamsárásarmáli gegn fimm ára syni sínum – Sögð hafa sparkað í búk drengsins

Móðir sýknuð í líkamsárásarmáli gegn fimm ára syni sínum – Sögð hafa sparkað í búk drengsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjársvikari framseldur úr landi – Kom til Íslands árið 2014 og dvaldist hér með unnustu og syni

Fjársvikari framseldur úr landi – Kom til Íslands árið 2014 og dvaldist hér með unnustu og syni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sýknuð í skattsvikamáli MS Tækjaleigu

Kona sýknuð í skattsvikamáli MS Tækjaleigu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Medvedev segir að ef Pútín verði handtekinn jafngildi það stríðsyfirlýsingu

Medvedev segir að ef Pútín verði handtekinn jafngildi það stríðsyfirlýsingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Edda biðst velvirðingar á missögnum varðandi starfsferil sinn

Edda biðst velvirðingar á missögnum varðandi starfsferil sinn