fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

WHO hefur áhyggjur eftir andlát 11 ára stúlku – Tekur veiruna alvarlega og hvetur til árvekni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. febrúar 2023 07:00

Kórónuveiran skæða er enn á sveimi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO fylgist grannt með fuglainflúensu eftir að smit greindist í nokkrum manneskjum. Áhyggjur eru uppi um að veiran geti nú borist á milli fólks, ekki bara frá dýrum í fólk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá WHO í kjölfar þess að veiran fannst í feðginum frá Kambódíu. Dóttirin lést af völdum veirunnar en hún var 11 ára. Faðir hennar greindist síðan með veiruna í kjölfarið.

Ekki er vitað hvort þau smituðust af sama dýrinu, mismunandi dýrum eða hvort annað þeirra smitaðist fyrst af dýri og smitaði síðan hitt.

WHO fylgist því grannt með stöðunni um allan heim.

Sylvie Briand, forstjóri heimsfaraldurs- og farsóttardeildar WHO, sagði að staðan vegna H5N1, sem er fuglaflensuveiran, sé áhyggjuefni á heimsvísu vegna þess hversu útbreidd veiran er í fuglum um allan heim auk sífellt fleiri tilfella í spendýrum, þar á meðal fólki.

Hún sagði að WHO taki hættuna, sem stafar af veirunni, mjög alvarlega og hvetji til aukinnar árvekni um allan heim.

Fyrr í mánuðinum sagði WHO að lítil hætta steðjaði að fólki af fuglaflensunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst