fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Leigubílstjóri og lögreglumaður lentu illa í farþega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. desember 2023 08:43

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu í miðborginni í nótt vegna farþega sem neitaði að greiða fyrir farið. Þegar lögregla kom á vettvang kýldi farþeginn og sparkaði í lögreglumann. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir einnig frá því að eldur kom upp í íbúð miðsvæðis í borginni. Þegar lögregla kom á vettvang voru slökkviliðsmenn þar fyrir og voru byrjaðir að reykræsta. Eldur hafði kviknað út frá steikingarpönnu en lögreglumenn sáu brennt smjör á pönnunni.

Nokkuð var um slagsmál og skemmdarverk í miðborginni í nótt. Nokkuð var einnig um ölvunarakstur. Samtals  gista 8 manns fangageymslur eftir nóttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“
Fréttir
Í gær

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“