fbpx
Föstudagur 23.febrúar 2024
Fréttir

Er áfengi haft um hönd meðal þinna samstarfsfélaga?

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2023 16:00

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við ræddum ýmislegt og þar á meðal vinnumenningu, eitt af mínum helstu áhugamálum. Það var áhugavert að heyra þau segjast vera búin að gefast upp á skemmtunum þar sem starfsmenn fá áfengi. Öðru hvoru gerðist það að skemmtun á föstudagskvöldi væri að draga dilk á eftir sér inn í vikuna þar á eftir og vinda þyrfti ofan af einhverjum málum því einhver fór yfir strikið kominn í glas,” 

segir Steinar Þór Ólafsson sérfræðingur í samskiptum, miðlun og markaðsmálum í pistli á LinkedIn, um samræður sem hann átti við forsvarsmenn hjá íslensku fyrirtæki í haust sem hafa rúmlega 100 starfsmenn í vinnu. 

„Þeim fannst í raun partýið eiga það á hættu að búa til stærri vandamál fyrir sig en móralska bústið sem þau áttu að veita. Þau væru því hætt með slíkar skemmtanir og væru þess í stað með fjölskyldudaga öðru hvoru. Sem sköpuðu engin vandamál og hefðu jafn jákvæð áhrif á móralinn og partýin.”

Steinar Þór segir að það sé hefð margra fyrirtækja í kringum jólin að vera með jólaskemmtun fyrir starfsmenn. Hverju fyrirtæki sé auðvitað í frjálst vald sett að kjósa gera það með sínum hætti. 

„En ég er allavega þeirrar skoðunar að það sé ekki sjálfval að sú skemmtun þurfi að vera með því móti að þar sé veitt áfengi. „Þetta er oft séð sem ákveðið leiðinda sjónarmið en þá ætla að loka þessu á því hot take að ef skemmtun á vinnustað getur ekki verið án áfengis er sennilega eitthvað meira sem þyrfti að skoða í vinnumenningunni en hvort þar eigi að bjóða upp á vín eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“

Guðrún á von á verulegri fækkun hælisleitenda – „Kannski 500 á ári“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin

Hafa náð sátt um forsenduákvæðin
Fréttir
Í gær

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“

Fyrrum framkvæmdastjóri Píeta segir þörf á löggjöf um frjáls félagasamtök – „Syngja oft hin fínustu félög sitt síðasta eða missa sjarmann“
Fréttir
Í gær

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig

Banaslys á Djúpavogi – Ökumaður vinnuvélar sá ekki fram fyrir sig
Fréttir
Í gær

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta

Inga harðorð og segist vera einn fárra þingmanna sem viðurkennir þetta
Fréttir
Í gær

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“

Segir líklegt að Rússar ráðist á Ísland komi til átaka: „Engar líkur á að Rússar myndu líta framhjá því“