fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 8. desember 2023 13:30

Sævar Helgi Bragason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi endalausa fegurð,“ segir Sævar Helgi Bragason, sjónvarpsmaður, stjörnuáhugamaður og nýráðinn sérfræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs, í færslu á Facebook.

Þar birtir hann fallega mynd af himninum sem var tekin í morgun en þar sjást tunglið og Venus standa andspænis hvort öðru, eða því sem næst.

„Í fyrramálið (9. des) verður tunglið enn nær Venusi. Kíkið þá. Það er líka síðasti séns til að sjá þetta himneska stefnumót þeirra þangað til 3. janúar árið 2025. Þá verður samstaðan á kvöldhimninum. Njótið sýningarinnar,“ segir Sævar Helgi.

Í athugasemdum við færsluna er Sævar spurður hvort það sé rétt að ef aðeins ein stjarna sést á himninum sé það Venus. Sævar, sem er fróðari en flestir um himininn, segir:

„Ekki endilega. Á kvöldhimninum núna birtist til dæmis Júpíter á undan öllum öðrum því Venus er ekki á lofti. Venus er alla jafna skærasta „stjarna“ himins, en bara þegar hún er á lofti auðvitað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna