fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 8. desember 2023 13:30

Sævar Helgi Bragason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi endalausa fegurð,“ segir Sævar Helgi Bragason, sjónvarpsmaður, stjörnuáhugamaður og nýráðinn sérfræðingur á Náttúrufræðistofu Kópavogs, í færslu á Facebook.

Þar birtir hann fallega mynd af himninum sem var tekin í morgun en þar sjást tunglið og Venus standa andspænis hvort öðru, eða því sem næst.

„Í fyrramálið (9. des) verður tunglið enn nær Venusi. Kíkið þá. Það er líka síðasti séns til að sjá þetta himneska stefnumót þeirra þangað til 3. janúar árið 2025. Þá verður samstaðan á kvöldhimninum. Njótið sýningarinnar,“ segir Sævar Helgi.

Í athugasemdum við færsluna er Sævar spurður hvort það sé rétt að ef aðeins ein stjarna sést á himninum sé það Venus. Sævar, sem er fróðari en flestir um himininn, segir:

„Ekki endilega. Á kvöldhimninum núna birtist til dæmis Júpíter á undan öllum öðrum því Venus er ekki á lofti. Venus er alla jafna skærasta „stjarna“ himins, en bara þegar hún er á lofti auðvitað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands