fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Edda fjarlægð úr fangelsinu í flýti: „Hvaða viðbjóður er hér í gangi?“ – Sögð hafa verið snúin niður og handjárnuð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. desember 2023 14:03

Edda Björk Arnardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur, segir í stöðuuppfærslu á Facebook að Edda sé á leið til Noregs. Edda Björk hefur staðið í harðri forræðisdeilu við barnsföður sinn í Noregi en hún var handtekin í vikunni og flutt í fangelsið á Hólmsheiði.

„Edda er à leið til Noregs. Fulltrúar ríkislögreglustjóra mættu á staðinn um leið og ég var farin frá henni í morgun, þeir sneru hana niður og handjárnuðu! Samfangar hennar gátu náð sambandi við lögmann hennar til að láta vita af þessum aðförum. Sjálf fékk hún ekkert tækifæri til að láta vita af sér. Hvaða viðbjóður er hér í gangi?“

Ragnheiður hefur staðið þétt við bak systur sinnar og var hún í hópi fjölmargra sem tóku sér stöðu fyrir utan fangelsið á Hólmsheiði í gærkvöldi eftir að greint var frá því að til stæði að flytja hana úr landi.

Mbl.is hafði eftir lögmanni Eddu, Jóhannesi Karli Sveinssyni, rétt fyrir klukkan 14 í dag að búið væri að fjarlægja hana úr fangelsinu á Hólmsheiði og það hafi verið gert í flýti. Hvorki hann né aðstandendur hennar viti hvar hún er stödd þessa stundina. Sagði Jóhannes að lögregla hafi komið fyr­ir­var­ar­laust og fanga­vörðum verið bannað að láta verj­end­ur eða aðra vita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst