fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Úkraínumenn komust inn í samskipti Rússa og Kínverja – Komu upp um stórhuga áætlun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 07:30

Kerch.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínsku leyniþjónustunni tókst nýlega að komast inn í samskipti Rússa og Kínverja um stórhuga áætlun þeirra varðandi Úkraínu.

The Washington Post segir að fulltrúar Rússa og Kínverja hafi á laun rætt um að gera neðansjávargöng til að tengja rússneska meginlandið við Krímskaga sem er á valdi Rússa. Fulltrúar ríkjanna funduðu um málið í október en ástæðan fyrir þessum viðræðum eru áhyggjur Rússa af öryggi brúarinnar sem þeir gerðu yfir Kerch sundið. Úkraínski herinn hefur tvisvar ráðist á brúna og valdið miklum skemmdum.

Brúin er mjög mikilvæg fyrir birgðaflutninga Rússa til hersveitanna sem berjast í Úkraínu sem og til Krímskaga. Með því að gera neðansjávargöng gætu þeir verið vissir um að Úkraínumenn gætu ekki gert árásir á þau og þar með truflað birgðaflutninga þeirra.

Gerð neðansjávarganga mun kosta sem nemur mörg hundruð milljörðum íslenskra króna og það myndi ekki gera gerð þeirra auðveldari að stríð geisar í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt