Þeim hefur nú tekist að flytja fjölda hermanna og hergagna yfir Dnipro ána og hafa tekið sér stöðu í rússneska hernumda hluta Kherson.
Á myndböndum, sem úkraínski herinn hefur birt, sjást hermenn sigla yfir ána í skjóli myrkurs og taka land á hernumdum svæðum.
Krynky, occupied left bank of the Kherson region. Due to Russian bombing, the area is taking heavy damage.. pic.twitter.com/6vN7AhXhXZ
— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) November 14, 2023
Á sama tíma hafa Rússar hafi vetrarsókn í austurhluta landsins. Á síðustu vikum hefur þeim tekist að sækja fram metra fyrir metra nærri Avdiivka í Donetsk. Þar missa þeir daglega mörg hundruð hermenn og brynvarin ökutæki í tugatali. En hægt og rólega færast þeir nær því að ná að umkringja Avdiivka.
Að mati sérfræðinga þá er staðan í stríðinu núna sú að hvorugur stríðsaðilinn hefur bolmagn til að sigra. Nú snýst þetta að þeirra mati um hvor heldur lengur út. Þá gerir það þeim einnig erfitt fyrir að erfitt er að safna miklu herliði saman án þess að hinn aðilinn uppgötvi það. Drónar og gervihnettir eru óspart notaðir til að fylgjast með öllum hreyfingum óvinarins og hreyfing sést er stórskotaliði óspart beitt.
Stepove, north of Avdiivka, Russian infantry briefly breached Ukrainian lines anchored on the railway, before meeting a US-supplied M2A2 ODS-SA Bradley IFV from the Ukrainian 47th Mechanized Brigade. pic.twitter.com/ZwQJPgRiK3
— OSINTtechnical (@Osinttechnical) November 10, 2023