fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fréttir

Stefán Logi þarf að greiða sekt innan fjögurra vikna út af fíkniefnamisferli

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. nóvember 2023 20:30

Stefán Logi Sívarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síbrotamaðurinn Stefán Logi Sívarsson þarf að greiða sekt upp á 1.250.000 krónur innan fjögurra vikna ella sæta fangelsi í 44 daga. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 15. nóvember.

Í dómnum kemur fram að árið 2022 hafi lögreglan fundið talsvert magn fíkniefna á heimili Stefáns Loga við húsleit. Alls fann lögregla og gerði upptækt 71,55 grömm af amfetamíni, 14,19 grömm af kókaíni og 7 stykki af MDMA-töflum.

Stefán Logi játaði brot sitt skýlaust og honum var ekki gert að greiða sakarkostnað vegna málsins. Hins vegar var honum gert að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, Páls Kristjánssonar, upp á 241.056 krónur.

Greint var frá því í vikunni að Stefán Logi  situr nú í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði, sakaður um stórfellda líkamsárás. Hið meinta brot átti s´r stað í íbúð í Fellahverfinu í Breiðholti en Stefán Logi er þeirrar skoðunar að hann sitji saklaus í haldi.

Stefán Logi hefur ítrekað komist í kast við lögin en hefur þó haft hægt um sig undanfarin ár og ekki hlotið dóm í níu ár. Hann hlaut síðast átján mánaða fangelsisdóm árið 2014 í hinu svokallaða Stokkseyrarmáli sem vakti mikla athygli í fjölmiðlum. Í félagi við samverkamenn sína frelsissvipti Stefán mann og pyntaði hann í hálfan sólarhring í húsi í bænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms

Dómur ómerktur vegna trassaskapar héraðsdóms
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir

Ofbeldisatvik í Sporthúsinu dregur dilk á eftir sér – Eigandi Superform fær dæmdar milljónir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu

Hristi kynfæri sín fyrir framan konu