Í stöðufærslu bresk varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins kemur fram að í september hafi rússneski miðillinn Vertska skýrt frá því að allt að 15% rússneskra hermanna í Úkraínu neyti fíkniefna. Amfetamín og hass eru vinsælustu efnin.
Ekstra Bladet hefur eftir Lennart Schou Jeppesen, hernaðarsérfræðingi við danska varnarmálaskólann, að þetta sé einn eitt merkið um lítinn baráttuanda rússneskra hermanna.
„Almennu standi rússneska hersins hefur verið lýst margoft og það hafa fjölmörg myndbönd komið fram sem sýna meðal annars rússneska hermenn drekka vodka í miklu magni. Þessir hermenn eru gagnslausir,“ sagði hann.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 13 November 2023.
Find out more about Defence Intelligence's use of language: https://t.co/d6uagaiJ0t
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/8De5TUQ2c1
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) November 13, 2023
Hann benti einnig á að ekki sé útilokað að yfirmenn hersins neyti einnig fíkniefna.
Hann sagði að ekki hafi tekist að staðfesta umfang fíkniefnanotkunarinnar en það sé „vel þekkt“ að hermenn, sem eru á vígvellinum, noti fíkniefni til að slá á kvíðann.
Hann sagði að horft sé á fjölda fíkniefnaneytenda í herdeild þegar mat er lagt á bardagagetu hennar. Það sé einnig almenn vitneskja að fíkniefnanotkun einstakra hermanna dragi móralinn niður í herdeildum þeirra. Fíkniefnanotkunin geti leynt líðan hermanna en geri um leið að verkum að herdeildin sé ekki eins bardagafær.