fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Amfetamínhermenn Pútíns – „Þeir eru gagnslausir“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. nóvember 2023 22:00

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu gengur nærri hermönnunum sem berjast í fremstu víglínu. Vísbendingar eru uppi um að baráttuandi rússneskra hermanna sé lítill og margir þeirra leita í fíkniefni til að slá á kvíðann.

Í stöðufærslu bresk varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins kemur fram að í september hafi rússneski miðillinn Vertska skýrt frá því að allt að 15% rússneskra hermanna í Úkraínu neyti fíkniefna. Amfetamín og hass eru vinsælustu efnin.

Ekstra Bladet hefur eftir Lennart Schou Jeppesen, hernaðarsérfræðingi við danska varnarmálaskólann, að þetta sé einn eitt merkið um lítinn baráttuanda rússneskra hermanna.

„Almennu standi rússneska hersins hefur verið lýst margoft og það hafa fjölmörg myndbönd komið fram sem sýna meðal annars rússneska hermenn drekka vodka í miklu magni. Þessir hermenn eru gagnslausir,“ sagði hann.

Hann benti einnig á að ekki sé útilokað að yfirmenn hersins neyti einnig fíkniefna.

Hann sagði að ekki hafi tekist að staðfesta umfang fíkniefnanotkunarinnar en það sé „vel þekkt“ að hermenn, sem eru á vígvellinum, noti fíkniefni til að slá á kvíðann.

Hann sagði að horft sé á fjölda fíkniefnaneytenda í herdeild þegar mat er lagt á bardagagetu hennar. Það sé einnig almenn vitneskja að fíkniefnanotkun einstakra hermanna dragi móralinn niður í herdeildum þeirra. Fíkniefnanotkunin geti leynt líðan hermanna en geri um leið að verkum að herdeildin sé ekki eins bardagafær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“