Leiðrétting og afsökunarbeiðni: Ranglega var staðhæft í fyrstu útgáfu þessarar fréttar að um manndrápsmál væri að ræða.
Skotárásarmál er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna atburða í nótt.
Í dagbók lögreglu til fjölmiðla í morgun var birt eftirfarandi færsla:
„Kl. 04:55 Tilkynnt um meiriháttar líkamsárás í hverfi 113, ekki vitað meira um málið á þessari stundu en það í rannsókn“
Lögregla varðist allra frétta af málinu er DV leitaði frekari upplýsingar um árásina. Hins vegar var gefið upp að tilkynningu um málið væri líklega að vænta í dag.
Atvikið átti sér stað í póstnúmerið 113 en nákvæmari staðsetning liggur ekki fyrir.
RÚV birti frétt þess efns að sérsveit Ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út í Úlfarsárdal í nótt vegna skotvopna. Samkvæmt heimildum RÚV vöknuðu íbúar í hverfinu við skothvelli í morgunsárið og einhverjir segjast hafa séð blóð á vettvangi