fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
Fréttir

Búin að sparka unnustanum eftir að dónatal hans var spilað í sjónvarpsþætti

Pressan
Föstudaginn 20. október 2023 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, er hætt með unnusta sínum, Andrea Giambruno, eftir að upptaka af dónatali hans við kvenkyns kollega var spilað í sjónvarpsþættinum Striscia La Notizia fyrr í þessari viku.

Í þættinum var spiluð leynileg upptaka af því þegar Giambruno, sem er sjálfur þekktur sjónvarpsmaður á Ítalíu, gaf kvenkyns kollegum sínum undir fótinn.

„Þú ert svo klár. Af hverju hitti ég þig ekki fyrr,“ heyrist Giambruno meðal annars segja í upptökunni.

Þetta var ekki það eina sem Giambruno sagði því hann heyrðist einnig spyrja annan kollega hvort hún væri einstæð eða í opnu sambandi.

Hann viðurkenndi svo að hafa haldið framhjá, allir hjá Mediaset, fyrirtækinu sem hann starfar fyrir, viti það. Þá hafi hann tekið þátt í hópkynlífi og spurði hann konuna hvort hún vildi slást í hópinn næst.

Meloni tilkynnti á X, áður Twitter, í morgun að hún og Giambruno væru skilin. Þetta hefði legið í loftinu í þó nokkurn tíma og þau þroskast frá hvort öðru. Þau eiga saman sjö ára dóttur og höfðu verið saman frá árinu 2015.

Meloni tjáði sig ekki um upptökuna sem spiluð var í þættinum en sagðist þakklát Giambruno fyrir tíma þeirra saman. Þau hefðu gengið í gegnum erfiðleika saman en einnig átt frábæran tíma. Hápunkturinn væri þó fæðing dóttur þeirra árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“

Réðst á ræðismann við störf á Íslandi – „Ég ætla að drepa ykkur öll“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“

Þrjátíu ára brúðkaupsafmælisferðin til Íslands endaði með harmi – „Mér fannst eins og þeir væru að kalla mig lygara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla