fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Segir að Hamas séu notuð eins og peð og bak við leynist hin sanna illska

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. október 2023 04:30

Hamasliðar myrtu fjölda ungmenna sem voru á tónlistarhátíð í Ísrael.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hin villimannslega árás Hamas skók heimsbyggðina og mun sá hatri hjá kynslóðum beggja deiluaðila. Samt sem áður þá eru hryðjuverkasamtökin nær örugglega notuð sem peð í vel útfærðri skák.“

Þetta segir í inngangi greinar eftir hernaðarsérfræðinginn Sean Bell á vef Sky News. Hann bendir á að Hamas hafi ekki hernaðarlegan mátt til að sigra Ísrael og því sé þetta síðasta ofbeldisverk samtakanna dæmt til að enda með að enginn standi uppi sem sigurvegari, það eina sem muni bætast við sé fjöldi fórnarlamba.

Hann spyr síðan af hverju Hamas hafi ráðist á Ísrael og hverju samtökin vilji ná með þessu?

Í svari sínu bendir hann á að Hamas ráði yfir miklu af vopnum en sé ekki nærri hernaðarmætti Ísraela en það hafi ekki hindrað Hamas í að gera árásina sem hafi verið vel heppnuð.

En þrátt fyrir að árásin hafi verið vel heppnuð, þá hafi Hamas vitað að Ísraelsmenn myndu svara fyrir sig og að svarið kæmi fljótt og yrði öflugt. Samtökin hljóti einnig að hafa vitað að nágrannaríkin myndu ekki blanda sér í málið og jafnvel þótt Hizbollah blandi sér í málið, þá muni það ekki skipta sköpum.

Hann bendir á að það sé einn aðili sem hagnist á þessum átökum og það sé Íran. Sum nágrannaríkja Ísraels hafi bætt samskiptin við landið á síðustu árum, nú síðast hafi Sádí-Arabía verið að koma sambandi ríkjanna tveggja í gott horf.

Allt þetta hafi farið illa í írönsku klerkastjórnina sem telji sig hliðarsetta og einangraða. Auk þess séu samskipti landsins við Vesturlönd ekki upp á marga fiska.

Það sé harmleikur í sjálfu sér að Hamas sé nær örugglega notað sem peð í tafli sem hafi dauða, þjáningar og hatur í för með sér, bæði fyrir Palestínumenn og Ísraelsmenn. Árás Hamas hafi kveikt enn eina ofbeldisölduna og í bakgrunni sé svartur skuggi Íran þar sem hin sanna illska býr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK