fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Ung rússnesk kona er talin ógn við Kremlverja

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 21:00

Olesya Krivtsoya

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana er Olesya Krivtsoya, 19 ára rússnesk kona, í stofufangelsi heima hjá móður sinni í Severodvinsk. Rússnesk yfirvöld hafa sett hana í flokk með al-Kaída, Talibönum og Íslamska ríkinu sem eru auðvitað allt þekkt hryðjuverkasamtök.

Nú situr Olesya heima hjá móður sinni. Hún er með staðsetningarbúnað á öðrum ökklanum og húðflúr af Pútín á hinum, þó ekki húðflúr sem Pútín hugnast því það sýnir andstöðu hennar við hann.

CNN skýrir frá þessu og segir að ástæðan fyrir að Olesya er nú flokkuð sem hryðjuverkamaður sé að hún birti myndband á Instagram í október um sprenginguna á brúnni til Krím frá meginlandi Rússland og um leið gagnrýndi hún innrás Rússa í Úkraínu.

Hún er einnig sökuð um að hafa skrifað gagnrýna texta um rússneska herinn í spjallhópi rússneskra stúdenta á rússneska samfélagsmiðlinum VK.

Lögmaður hennar sagði í samtali við CNN að hún eigi allt að þriggja ára fangelsi yfir höfði sér en þar sem hún sé nú skilgreind sem hryðjuverkamaður geti það orðið henni til refsiþyngingar og kostað hana sjö ár í fangelsi. Hann sagðist þó vonast til að hún sleppi með sekt.

En móðir hennar, Natalya, er ekki bjartsýn og sagðist telja að yfirvöld vilji nota mál hennar til að slökkva í þeirri andstöðu sem kraumar undir í héraðinu. „Ríkisstjórnin grípur til undarlegra aðgerða. Glæpamenn eru fengnir til að fara í stríð á sama tíma og börn eru sett í fangelsi,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym

Aðstæður erfiðar og krefjandi við banaslysið í Glym
Fréttir
Í gær

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“

Bandamaður Pútíns varar við – „Afleiðingarnar fyrir alþjóðalög verða gríðarlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“

Minningarreikningur stofnaður fyrir systkini Þuríðar Örnu: „Skilur eftir sig tómarúm sem erfitt verður að fylla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða

Móðir laut í lægra haldi fyrir Fæðingarorlofssjóði – Taldi að um hagsmunamál fyrir íslenska lækna væri að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd

Segir að Kínverjar hafi sent Rússum vopn með leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu

Gallharðir erlendir áróðursmeistarar Pútíns funduðu í Moskvu