fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Logi vill sjá fimm atriði breytast hjá Guðmundi ef hann á að halda áfram sem landsliðsþjálfari

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit endaði íslenska karlalandsliðið í handbolta í 12. sæti á HM í Danmörku og Póllandi, sem enn stendur yfir, þó að Íslendingar hafi lokið keppni. Árangurinn er mörgum vonbrigði en deilt er um hvort liðið hafi staðið sig vel eða ekki og hvort Guðmundur Guðmundsson eigi að halda starfi sínu sem landsliðsþjálfari.

Einn helsti gagnrýnandi liðsins er Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður og silfurverðlaunahafi á Ólympiuleikunum 2008. Gagnrýni Loga og annarra álitsgjafa hefur oft vakið gremju Guðmundar.

Í nýrri færslu á Twitter nefnir Logi fimm atriði sem verði að breytast ef Guðmundur eigi að halda áfram að þjálfa liðið. Í fyrsta lagi verði hann að nota allt liðið, en Guðmundur hefur verið gagnrýndur fyrir að keyra um of á sömu mönnunum. Í öðru lagi þurfi hann að sýnt vott af auðmýkt og ábyrgð. Í þriðja lagi verði hann að bregðast betur við á meðan leik stendur. Í fjórða lagi eigi Guðmundur að hætta að tala liði niður og tala andstæðinginn upp. Í fimmta lagi: „Halda coolinu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst