fbpx
Fimmtudagur 26.janúar 2023
Fréttir

Hvernig getur stríðinu í Úkraínu lokið?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 08:00

Úkraínskir hermenn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru tæpir ellefu mánuðir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Þeir reiknuðu með að vinna sigur á nokkrum dögum og leggja stærsta hluta landsins undir sig. Það gekk ekki eftir og þess utan tók úkraínska þjóðin rússneskum hermönnum ekki sem frelsurum eins og Rússar virðast hafa átt von á. En hvernig getur stríðinu lokið?

Þeirri spurningu var nýlega varpað fram á vef Sky News og bent á að ekkert sé í sjónmáli sem bendi til að stríðinu fari að ljúka. Einnig er vert að hafa í huga að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur viðurkennt að stríðið geti orðið „langdregið“.

En hvað varðar hugsanleg endalok stríðsins þá eru þrjár sviðsmyndir dregnar upp í umfjöllun Sky News.

Vopnahlé – Samhliða bardögum gætu samningaviðræður hafist og ekki er útilokað að samið verði um tímabundið vopnahlé. Seth Jones, forstjóri Center for Strategic and International Studies, sagði í samtali við Business Insider að vopnahlé muni líklega ekki binda enda á stríðið en muni draga úr bardögum, að minnsta kosti um hríð. Þá færist staðan nær því að vera frosin þannig að átök geti blossað upp eða kólnað og muni margir mismunandi þættir hafa áhrif á það.

Friðarsamningur – Friðarsamningur á milli Rússlands og Úkraínu er auðvitað möguleiki en til að hægt sé að gera slíkan samning þurfa ríkin að ná saman um hvaða landsvæði tilheyrir þeim. Í síðasta mánuði sagði Pútin að Rússar gætu þurft að gera friðarsamning við Úkraínu til að binda enda á stríðið og hann játaði einnig að Rússar hafi glímt við ákveðin vandamál í tengslum við herkvaðninguna í haust. Þetta var í fyrsta sinn sem Pútín ræddi um hugsanlegan friðarsamning. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hefur sagt að friðarviðræður hefjist ekki fyrr en Rússar hafi yfirgefið öll herteknu svæðin.

Ósigur Rússa – Úkraínumenn vörðust vel í upphafi stríðsins en þá höfðu Rússar frumkvæðið en eftir því sem hefur liðið á stríðið hafa Úkraínumenn tekið frumkvæðið og hrakið Rússar frá stórum landsvæðum. Sérfræðingar telja ólíklegt að Rússar séu viljugir til að láta hertekin svæði af hendi og eins og Mark Cancian, fyrrum hershöfðingi í Bandaríkjaher og aðalráðgjafi hjá Center for Strategic and International Studies, sagði í samtali við Business Insider þá er það svo í Rússlandi að það fer illa fyrir þeim leiðtogum sem tapa stríði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stóra kókaínmálið: Páli timbursala fannst þetta spennandi og hann gat ekki sagt nei

Stóra kókaínmálið: Páli timbursala fannst þetta spennandi og hann gat ekki sagt nei
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Barðavogsmorðið: Enn er ekki komin dagsetning á réttarhöldin

Barðavogsmorðið: Enn er ekki komin dagsetning á réttarhöldin
Fréttir
Í gær

Martröð fyrir utan Hagkaup í Skeifunni – Vignir og Kristófer frelsissviptu og rændu par

Martröð fyrir utan Hagkaup í Skeifunni – Vignir og Kristófer frelsissviptu og rændu par
Fréttir
Í gær

Ætla að bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlýst af verkfallsaðgerðum Eflingar

Ætla að bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlýst af verkfallsaðgerðum Eflingar