fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Skiptar skoðanir um örlög manna sem kveiktu í regnbogafána

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 6. júní 2023 12:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frétt Norska ríkisútvarpsins (NRK) kemur fram að síðastliðinn sunnudag hafi verið kveikt í regnbogafána, helsta tákni hinsegin fólks, í sveitarfélaginu Seljord í suðurhluta Noregs. Fáninn hafði verið dreginn að húni við byggingu sem hýsir bæði grunn- og framhaldsskóla.

Atvikið var tilkynnt til lögreglu en það var bæjarstjórinn, Beate Marie Dahl Eide, sem leysti málið.

Hún segist hafa fengið símtal frá tveimur syndurum sem iðruðust mjög og játuðu að hafa tekið fánann niður og kveikt í honum. Hinir seku sögðu að ekkert hatur í garð hinsegin fólks hefði legið þar að baki. Þeir hafi einfaldlega framið verknaðinn í ölæði.

Bæjarstjórinn tekur orð tvímenninganna trúanleg og telur rétt að málið hafi ekki frekari afleiðingar fyrir mennina.

Kai Spurkland, saksóknari, er hins vegar á öðru máli. Þegar kveikt sé í regnbogafána sé mögulegt að um sé að ræða brot á norskum lögum um hatursorðræðu. Ef viðkomandi eigi ekki sjálfur fánann teljist einnig um að ræða skemmdarverk og þjófnað. Hann segir að lögregla geti haldið meðferð málsins áfram hvort sem eigandi fánans leggi fram formlega kæru eða ekki.

Enn sem komið er hefur kæra ekki verið lögð fram og rannsókn ekki verið hafin af hálfu lögreglunnar.

Samkvæmt NRK hefur það ekki verið fátítt í Noregi að kveikt sé í regnbogafánum. Árið 2021 hafi verið kveikt í þó nokkrum regnbogafánum við skólabyggingar í Osló. Skemmst er einnig að minnast að framin var skotárás á skemmtistað hinsegin fólks í Osló á síðasta ári með þeim afleiðingum að tveir létust.

Rætt er í fréttinni við blaðamanninn Gisle Agledahl sem hefur m.a. komið að skipulagningu gleðigöngu hinsegin fólks. Hann segir hinsegin fólk taka slík skemmdarverk á regnbogafánum afar nærri sér. Hann telur íkveikjuna í Seljord fela í sér ofbeldi og auka enn frekar á ótta hinsegin fólks, ekki síst eftir áðurnefnda skotárás. Þótt að þessi tiltekna íkveikja hafi líklega verið afleiðing heimskupara veki hún samt ugg í brjóst hinsegin fólks.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Í gær

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“