fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Leiðtogabílarnir Audi Q8 e-tron verða ekki fluttir úr landi – Listaverð um 640 milljónir

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. maí 2023 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Audi Q8 e-tron gegndi mikilvægu hlutverki á leiðtogafundinum sem fór fram í Hörpu 16. – 17. maí, en leiðtogum Evrópuráðsins var ekið á milli staða í Audi Q8 bifreiðum. Þannig varð yfirbragð fundarins og akstur eins og best varð á kosið. 

Alls voru 50 Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar fluttir inn til landsins sérstaklega ætlaðir í þetta verkefni. Til stóð að flytja einhverja þeirra aftur úr landi en þar sem áhugi á bílunum hefur verið það mikill og helmingur þeirra nú þegar seldur munu bílarnir verða seldir hér á landi og afhentir nýjum eigendum á næstu dögum, eins og segir í tilkynningu frá Heklu.

Ríkið leitaði til umboðanna síðastliðið haust til að óska eftir bílum fyrir fundinn. Við hófum þá samtal við Audi AG og úr varð að við náðum þessum fjölda bíla til landsins í tæka tíð. Það reyndist þrautin þyngri því eins og mörgum er kunnugt um hefur stríðið í Úkraínu og kórónuveirufaraldurinn sett strik í reikninginn hvað varðar aðfangakeðju með íhluti og búnað í rafmagnsbíla og því hefur reynst erfitt að fá bíla. Umboðið þurfti því að hafa töluvert fyrir því að fá þetta magn til landsins enda um nýjan bíl að ræða sem er framleiddur í takmörkuðu magni, enn sem komið er.“ segir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu. 

Bifreiðarnar koma til með að verða seldar á sérkjörum en listaverð á nýjum Q8 e-tron er um 12.790.000 kr. Um er að ræða nýjar útfærslur af rafbíl frá Audi AG. Forveri hans kom á markað 2019 og hefur reynst einstaklega vel á Íslandi. Þessi nýja útfærsla er enn sem komið er í boði í mjög takmörkuðu magni í Evrópu. 

Nánar um Audi Q8 e-tron: 

Audi Q8 e-tron er arftaki Audi e-tron sem var algjör frumkvöðull í sínum flokki. Bíllinn er sannkallaður lúxus sportjeppi. Hann býr ekki aðeins yfir öllum helstu þægindum og fjölbreyttu notagildi heldur gera aksturseiginleikar hans hann að einum farsælasta lúxus sportjeppanum, knúinn áfram á 100% rafmagni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“