fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Ákærður fyrir svívirðileg brot gegn barni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 13:30

Mynd: Fréttablaðið/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir kynferðislega áreitni, líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum. Málið snýst um ítrekuð brot mannsins gegn ólögráða stúlku, frá febrúar árið 2019 og fram á haust sama ár.

Maðurinn er sakaður um að hafa kysst og káfað innan- og utanklæða á brjóstum og kynfærum stúlkunnar, sem og að hafa „rasskellt hana í að minnsta kosti eitt skipti og þannig beitt hana líkamlegri refsingu og sýnt henni vanvirðandi háttsemi,“ eins og segir í ákæru.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd stúlkunnar er krafist fimm milljóna króna í miskabætur.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 11. maí síðastliðinn. Búast má við að dómur falli snemma í sumar eða í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga