fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Hryllingurinn við Elliðavatn – Dómur loksins fallinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 15. apríl 2023 11:45

Frá Elliðavatni. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hátt í fjórum árum eftir að unglingar á aldrinum 16 til 18 ára gerðust sekir um skelfilegt ofbeldisverk við Elliðavatn hefur dómur fallið í málinu.

Í september árið 2019 var ungur maður frelsissviptur í Heiðmörk við Elliðavatn. Þrír menn voru vegna atviksins ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung.

Sjá einnig: Óhugnaður við Elliðavatn – Unglingarnir þurfa loksins að svara til saka

Í ákæru málsins sagði að frelsissviptingin hafi hafist stuttu eftir að brotaþolinn settist í aftursæti bíls við Árbæjarsafn í Reykjavík, sem einn hinna ákærðu ók. Hinir tveir komu út úr farangursrými bílsins og settust í aftursætið við hlið mannsins.

Þeir hótuðu að úða piparúða í augu hans og neyddu hann þannig til að aka með sér að sumarbústað við sunnanvert Elliðavatn og vera þar. Þar eru þeir sagðir hafa veist að honum með ofbeldi, úðað piparúða í augu hans og slegið hann víðsvegar um líkamann með stálkylfu.

Þeir eru síðan sagðir hafa neytt hann til að afklæðast og fara ofan í Elliðavatn með því að hóta honum frekari líkamsmeiðingum. Að því loknu óku þeir burtu og skildu hann eftir kaldan og blautan við Elliðavatn. Maðurinn er sagður hafa hlotið af árásinni yfirborðsáverka og marbletti á báðum handleggjum, vinstri öxl, vinstri fótlegg og á baki, marbletti á andliti og höfði og yfirborðsáverka á augnsvæði.

18 mánaða fangelsisdómur

Málið kom loksins fyrir dóm um miðjan mars síðastliðinn. Unglingarnir sem frömdu þetta ofbeldisverk eru nú orðnir ungir menn. Dómur féll í byrjun apríl, í Héraðsdómi Reykjavíkur, en hann hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna.

RÚV greindi hins vegar frá dómnum fyrir skömmu. Sá sem hlaut þyngstan dóm fékk 18 mánaða fangelsi. Annar hlaut fjögurra mánaða dóm en var þar horft til þess að hann var aðeins 16 ára þegar brotið var framið. Sá þriðji fékk 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Ennfremur voru mennirnir dæmdir til að greiða brotaþolanum 800 þúsund krónur í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist