fbpx
Laugardagur 10.júní 2023
Fréttir

Óhugnaður við Elliðavatn – Unglingarnir þurfa loksins að svara til saka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 25. febrúar 2023 09:00

Frá Elliðavatni. Youtube-skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 15. mars næstkomandi verður aðalmeðferð við Héraðsdóm Reykjavíkur í máli þriggja ungra manna sem ákærðir eru fyrir hrottalegt ofbeldisverk og frelsissviptingu sem þeir eru sagðir hafa framið þann 11. september árið 2019, er þeir voru á aldrinum 16-18 ára.

DV er ekki kunnugt um hvað veldur því að svo lengi hefur dregist að rétta í málinu. Fjallað var um atvikið stuttlega í fjölmiðlum á sínum tíma og í frétt Mbl.is frá 13. september árið 2019 segir:

„Fjór­ir ung­ling­ar á aldr­in­um 16-18 ára voru hand­tekn­ir í gær, grunaðir um frels­is­svipt­ingu í Heiðmörk við Elliðavatn síðdeg­is á miðviku­dag. Ung­ur maður var flutt­ur upp í Heiðmörk þar sem hann var bar­inn með kylfu og úðavopn notuð á hann. Hann var síðan lát­inn vaða út í vatnið og var orðinn kald­ur þegar viðbragðsaðilar komu á vett­vang.

Að sögn aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns á höfuðborg­ar­svæðinu voru ung­ling­arn­ir yf­ir­heyrðir í gær og látn­ir lausn­ir að yf­ir­heyrsl­um lokn­um.“

DV hefur ákæru málsins undir höndum en samkvæmt henni eru þrír (ekki fjórir) menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung. Í ákæru segir að frelsissviptingin hafi hafist stuttu eftir að brotaþolinn settist í aftursæti bíls við Árbæjarsafn í Reykjavík, sem einn hinna ákærðu ók. Hinir tveir komu út úr farangursrými bílsins og settust í aftursætið við hlið mannsins.

Þeir hótuðu að úða piparúða í augu hans og neyddu hann þannig til að aka með sér að sumarbústað við sunnanvert Elliðavatn og vera þar. Þar eru þeir sagðir hafa veist að honum með ofbeldi, úðað piparúða í augu hans og slegið hann víðsvegar um líkamann með stálkylfu.

Þeir eru síðan sagðir hafa neytt hann til að afklæðast og fara ofan í Elliðavatn með því að hóta honum frekari líkamsmeiðingum. Að því loknu óku þeir burtu og skildu hann eftir kaldan og blautan við Elliðavatn. Maðurinn er sagður hafa hlotið af árásinni yfirborðsáverka og marbletti á báðum handleggjum, vinstri öxl, vinstri fótlegg og á baki, marbletti á andliti og höfði og yfirborðsáverka á augnsvæði.

Héraðssaksóknari krefst þess að þremenningarnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Brotaþolinn kefst rúmlega 2,1 milljóna króna í miskabætur. Ennfremur krefst hann málskostnaðar frá sakborningunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ný stjórn kosin hjá Hugarafli

Ný stjórn kosin hjá Hugarafli
Fréttir
Í gær

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna

Svipti sig lífi eftir ítrekaðar frávísanir frá gistiskýlinu – Hafnarfjarðarbær neitaði að greiða gistinguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hökkuðu sjónvarpsútsendingar á Krím – Sýndu myndir af árásum Úkraínumanna

Hökkuðu sjónvarpsútsendingar á Krím – Sýndu myndir af árásum Úkraínumanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember

Sakaði réttarvörslukerfið um fordóma út af löngu gæsluvarðhaldi þegar dómurinn féll – Aftur úrskurðaður í gæsluvarðhald allt fram í desember
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Staðfest að Modestas sé hinn látni

Staðfest að Modestas sé hinn látni