fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
Fréttir

Segir að hvorki Rússar né Úkraínumenn muni ná hernaðarlegum markmiðum sínum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. febrúar 2023 07:00

Úkraínskir hermenn í vetrarklæðnaði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega munu hvorki Rússar né Úkraínumenn munu ná hernaðarlegum markmiðum sínum og af þeim sökum mun stríðinu ljúka við samningaborðið.

Þetta sagði Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins, í samtali við Financial Times. „Það er nær útilokað fyrir Rússa að ná pólitískum markmiðum sínum með hernaðarmætti. Það er ólíklegt að þeir sigri Úkraínumenn. Það mun ekki gerast,“ sagði hann.

Á hinn bóginn verður mjög erfitt fyrir Úkraínumenn að hrekja Rússa frá öllum herteknu svæðunum í Úkraínu á þessu ári sagði hann. „Ég segi það ekki til að segja að það geti ekki gerst en það verður mjög erfitt. Það krefst þess í raun að rússneski herinn hrynji,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að Pentagon (bandaríska varnarmálaráðuneytið) fylgist með stöðu vopnabirgða Bandaríkjanna og að hugsanlega þurfi að auka útgjöld til hermála vegna mikillar skotfæranotkunar í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla

Sögðu trúnaðarupplýsingar liggja á glámbekk í ráðuneyti – Kröfðust upplýsinga um glæra plastvasa, skápa og lykla
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi

Hafnarfjarðarkaupstaður snuðaði fyrrverandi starfsmann um 90 þúsund krónur samkvæmt dómi
Fréttir
Í gær

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla

Úrskurðuð í gæsluvarðhald í tvo daga til vegna hnífsstungu við Trönuhjalla
Fréttir
Í gær

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“