fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Íslenskir bændur leita að ástinni – „Austfirski folinn“ laus og liðugur og fertug ungfrú leitar að „dad-body“

Fókus
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt sinn voru einkamálasíður dagblaða vinsæll vettvangur makaleitar en stafrænu samskiptin, eins og til dæmis Tinder, hafa gert það að verkum að slíkar auglýsingar eru nánast útdauðar. Íslenskir bændur ætla sér þó að halda einkamálaauglýsingunum á floti og í nýjasta tölublaði Bændablaðsins hafa tvær slíkar vakið athygli.

Annars vegar er það auglýsing frá „austfirska folanum“ hinum tuttuga og tveggja ára gamla Sigurði Borgari sem hefur ekki enn fundið hina fullkomnu kleinukonu og vill ólmur fylla í það skarð.

Hin auglýsingin er frá fertugri ungfrú, sem búsett er í Reykjavík, sem óskar eftir karlmanni á svipuðum aldri sem skartar svokölluðum „Dad-body“ og er heiðarlegur, fyndinn og fjárhagslega sjálfstæður. Slíkir menn eru þó sjaldgæfari en jöklarósir og því spurning hver viðbrögðin verða.

 

 

Þetta er ekki í fyrsta skipti, né sennilega það síðasta, sem einkamálaauglýsingar Bændablaðsins vekja athygli. Þannig fjallaði Hringbraut um slíka auglýsingu í nóvember síðastliðnum þar sem smiður nokkur úr Hafnarfirði auglýsti eftir kampakátri bóndadóttur, helst þó dóttur stórbónda.

„Ertu stór­bóndi á Suður­landi? Áttu dóttir sem gengur ekki út? Hand­laginn smiður úr Hafnar­firði á þrí­tugs­aldri leitar eftir kynnum við kampa­káta bónda­dóttur. Á­huga­samir hafi sam­band í hfjsmidur@gma­il.com, gaman ef mynd fylgir,“ segir í aug­lýsingunni.

Hér má svo lesa um fleiri skemmtilegar einkamálaauglýsingar Bændablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks