Í Grafarvogi var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir. Þar var verið að bera hluti inn í bifreið. Reyndu viðkomandi að komast undan þegar lögreglan kom á vettvang en náðust fljótlega. Þetta voru þrír aðilar sem ekki eru orðnir lögráða. Þeir höfðu stolið gaskútum og einnig ekið bifreið án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Málið var unnið í samvinnu við foreldra þeirra og barnaverndaryfirvöldum var gert viðvart um það.
Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Eldur kom upp í rafmagnstöflu húss í Breiðholti. Lítið tjón varð.
Í Kópavogi var einn staðinn að þjófnaði úr verslun. Málið var afgreitt á vettvangi.