fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
EyjanFastir pennarFréttir

Björn Jón skrifar – Hefja þarf stjórnmálin á hærra plan

Eyjan
Sunnudaginn 29. janúar 2023 17:45

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

„Vinstrihreyfingin grænt framboð leggur áherslu á að Ísland segi sig úr NATO“ stendur í ályktun flokksþings VG frá í hitteðfyrra. Þarna er þessi texti enn líkt og verið hefur í ályktunum forveranna, Alþýðubandalags og Sameiningarflokks alþýðu, allt frá því ákvörðun var tekin um að Ísland yrði meðal stofnríkja bandalagsins.

Margoft hefur verið bent á hversu kyndugt það er að forsætisráðherra sem sömuleiðis er forystumaður íslenskra sósíalista skuli ítrekað mættur á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins og mæli nú meira að segja fyrir stækkun bandalagsins. Katrín Jakobsdóttir hitti þýskan starfsbróður sinn í vikunni sem leið og í tilkynningu frá kanslarahöllinni í kjölfar fundarins var imprað á mikilvægi þess að styrkja NATO á norðurslóðum og ekki hreyfir Katrín neinum andmælum við því. Hún hefur líka á alþjóðavettvangi lýst skilyrðislausum stuðningi Íslandsvið inngöngu Svía og Finna í bandalagið. Tilvitnuð málsgrein hér að ofan er þar með dauð og ómerk — sem betur fer — enda bara verstu öfgaflokkar nágrannalandanna sem ljá máls á að slíta grundvallarsamvinnu vestrænna ríkja.

Raunhæf markmið til framtíðar

Þorsteinn Pálsson, fyrrv. forsætisráðherra, komst svo að orði í Fréttablaðinu í liðinni viku að á íslenskan mælikvarða væri ríkisstjórnar Katrínar orðin „langtímastjórn“ en hvað heilbrigðismálin áhrærði skorti „langtímaplan“. Líklega á það við um flesta málaflokka nú um stundir enda ósennilegt að stjórnmálahreyfingar sem byggja á öndverðri hugmyndafræði geti gert með sér samkomulag um grundvallarstefnumótun í einstökum málaflokkum til langs tíma. Þorsteinn nefndi til samanburðar nákvæma og um leið raunhæfa áætlun dönsku ríkisstjórnarinnar í varnarmálum til ársins 2033 en þá eiga framlög Dana til málaflokksins að hafa náð skilgreindu lágmarki Atlantshafsbandalagsins, eða sem nemur tveimur prósentum af þjóðarframleiðslu.

Að því sögðu þá hefur ekki skort fögur fyrirheit ráðamanna hér á landi um markmið í hinum og þessum málaflokknum en jafnan ekki verið til staðar stefnufesta til að fylgja þeim eftir. Kannski þarna sé fram komin enn ein birtingarmynd landlægs agaleysis. Ef við höldum okkur við heilbrigðismálin þá tilkynnti Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, á blaðamannafundi í september 2005 að söluandvirði Símans stæði undir kostnaði við fyrirhugað „hátæknisjúkrahús“. Alla tíð síðan (og raunar mun lengur) hefur varla neinn ágreiningur verið um mikilvægi nýs „þjóðarsjúkrahúss“ en eftir meira en 18 ár blasir við að enn er allnokkur bið á að hinn svokallaði Nýi Landspítali verði tekinn í gagnið.

En það er ekki bara svo að lítið fari fyrir raunhæfumlangtímaáætlunum í pólitíkinni heldur hefur ítrekað sýnt sig að stjórnmálamenn skortir getu til að leysa ýmsan aðkallandi vanda, hvort sem það eru hinir margumræddu gallar í húsbyggingum sem ég gerði að umtalsefni hér á þessum vettvangi fyrir hálfum mánuði eða umferðarvandinn á höfuðborgarsvæðinu sem á sér enga hliðstæðu í sambærilegum bæjum á Vesturlöndum. Í þeim málaflokkum blasir ekki eingöngu við sleifarlag kjörinna fulltrúa heldur hafa stjórnmálamenn ítrekað hunsað ráð bestu sérfræðinga.

 

Þörf á afburðarmönnum

Allmargir komu að máli við mig í kjölfar síðasta pistils þar sem ég velti upp grundvelli menntunar. Þar á meðal var roskinn prófessor við Háskóla Íslands sem kennt hefur við skólann í um fjóra áratugi. Á þeim tíma hefur fjöldi stúdenta margfaldast en umræddur prófessor taldi engu að síður að í hans vísindagrein hefði tala afburðarnámsmanna lítið hækkað — þrátt fyrir mikla fjölgun stúdenta í viðkomandi fagi. Miðlungsnemendum og slökum hefði aftur á móti stórfjölgað.

Auðvitað er lítið hægt að alhæfa út frá litlu dæmi sem þessu en þetta kann að vera vísbending um tvennt; annars vegar að jafnrétti til náms hafi verið náð fram að mestu fyrir mörgum áratugum og hins vegar að æ fleirisæki í námsgreinar án þess að eiga þangað erindi;viðkomandi kann að skorta eldmóð og hæfni. Í því sambandi má velta því fyrir sér hvort samfélagið beini fólki að einhverju marki inn á rangar brautir — þar sem viðkomandi fá ekki kröftum sínum fullnægt.

Í samtímanum er gjarnan rætt um „vinnuaflsþörf“ á ýmsum sviðum en hvervetna er líka þörf á afburðarmönnum — sérfræðingum til hugar og handa sem geta orðið hreyfiafl til framþróunar og nauðsynlegra umbóta. Í ljósi smæðar þjóðfélagsins má færa fyrir því gild rök að hlutfallslega þurfi að ala fleiri afburðarmenn hér en í stóru ríkjunum svo halda megi öllum þáttum þjóðfélagsins gangandi þannig að það verði ekki eftirbátur annarra vestrænna ríkja.

Að því sögðu er aðdáunarvert hversu margt afburðarfólk er að finna á flestum sviðum hér á landi, hvort sem það hefur menntast í vísindum, tækni, handverki eða listum. Einn mikilvægur vettvangur sker sig þó algjörlega úr og það eru stjórnmálin. Við verðum æ oftar vitni að getuleysi stjórnmálamanna til að takast á við brýn málefni samfélagsins líkt og dæmin að framan sanna. Við blasir að verulega skortir á hæfni og þekkingu á hinum pólitíska vettvangi. Leita þarf leiða til að fáafburðarmenn til þátttöku í stjórnmálunum og hefja þau þannig upp á hærra plan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“

Hryllingur á Þorláksmessu – Hótaði pari lífláti og reyndi að myrða manninn – „Ég hika ekki við að taka þig og skera þig á háls“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo