fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Manneskja ársins vill hafa tæknina mannlega

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 16:00

Haraldur Ingi Þorleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar og yfirskrift dagsins er Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað.

Markþjálfunardagurinn mun að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni á því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs. Það er ICF Iceland sem stendur fyrir deginum sem ætlaður er til að vekja athygli á þeim árangri sem íslenskt atvinnulíf hefur náð með verkfærum markþjálfunar.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC og situr í stjórn ICF International.

Nafnið á erindi Haraldar er: Function + Feeling þar sem hann fer meðal annars inn á þá sýn sína að sem flestir vinni að því að tæknina mannlega svo hún virki og tengi fólk. Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir meðal annars Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins á RÚV og Mbl.is. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. 

Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er einn af markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir stjórnendaþjálfi og NLP master coach og Kristrún Anna Konráðsdóttir CTPC teymis- og ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

Markþjálfunardagurinn sem var fyrst haldinn fyrir tíu árum síðan er einn af lykilviðburðum ársins, ætlaður þeim sem vilja ná árangri. Hann hefur verið sérlega vel sóttur bæði af fagfólki og leiðtogum í atvinnulífinu, en hann er líka fræðandi og gefandi fyrir alla sem vilja vita hvernig er hægt að ná árangri með aðferðum markþjálfunar því hún virkar alls staðar, í öllum aðstæðum að sögn Ingibjargar Grétu Gísladóttur kynningarfulltrúa dagsins. Fyrirtæki eins og Dohop sem er á fljúgandi ferð er að nýta sér markþjálfun markvisst sem aftur skilar sér í sterkara teymi og betri árangri fyrirtækisins. Þar er þetta win/win fyrir alla til að mynda og munu framkvæmdastjórinn hann Davíð og teymis- og markþjálfinn Kristrún segja frá árangri Dohop.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe