fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Veðurfræðingur segir gashættu vegna gossins ýkta – „Mikill ábyrgðarhluti að hindra aðgengi fólks að eldgosi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 13:15

Frá eldgosinu í Merardölum. Mynd:Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eldgos eru stórkostlegt náttúrufyrirbrigði og með því eftirminnilegasta sem maður gerir um ævina er að horfa á eldgos og það er mikill áhyrgðarhluti að hindra aðgengi fólks að eldgosi. Menn gengu of langt í þessum málum í Holuhraunsgosinu árið 2014 og það má ekki endurtaka sig,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur í viðtali við DV.

Haraldur segir að misskilningur ríki í umræðu um hættuna af eitruðum gastegundum frá eldgosum og hættan sé ýkt. Lykilatriði sé að almennt séð breytist vindátt ekki skyndilega nema í hægviðri og þá sé það fyrirséð:

„Ef það er á annað borð dálítill vindur, svona t.d. 6 metrar á sekúndu, þá breytist vindátt ekki skyndilega nema einstaka sinnum og þá má búast við að það sé fyrirséð og hafi verið spáð fyrir um það. Þetta snýst um að nálgast gossvæðið úr réttri átt, að vera ekki með nefið inni í stróknum.“

Ætli maður sér að gosinu þurfi einfaldlega að passa þetta: „Þegar þú horfir á gosið áttu að hafa vindinn í bakið.“

„Menn geta treyst því að gös berast ekki á móti vindi. Það er alls konar óvissa í sambandi við eldgos og sérstaklega í upphafi þeirra þegar sprungur eru að opnast og stundum ruglast þessi óvissa saman við óvissuna í veðrinu. En óvissan í veðrinu er í þessu samhengi ekki svo ýkja mikil, minni en menn halda. Eins og veðrið hefur verið í dag og gær, norðangola, sex metrar á sekúndu, þá ertu öruggur bara með því að vera norðan megin við gosið, þá færðu ekki snefil af brennisteini í nefið,“ segir Haraldur og ítrekar mikilvægi þess að nálgast gosið úr þeirri átt sem vindurinn stendur á það.

Allt annað sé uppi á teningnum í hægviðri: „Í hægviðri ruggar fram og til baka. Í stillu ruggar loftið í allar áttir stjórnlaust, sem er hættulegt, því þá verða lægðir og dældir hættulegar.“

Haraldur segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að gös safnist í lægðir og dældir ef ekki er hægviðri: „Það er í umræðunni að hættulegt gas safnist í lægðir, en það gerist bara ef það er hægviðri. Í veðri eins og er núna í dag og gær þá safnast ekki fyrir í neinar lægðir og dældir, þessi norðangjola er afskaplega áskjósanlegt veður, það er bjart og vindurinn töluvert yfir því sem gefur tilefni til að óttast að gas geti safnast fyrir í lægðum.“

Þess má geta að fyrir nokkrum árum birti Haraldur áhugaverða grein í Náttúrufræðingnum um vindáttabreytingar sem skýrir þetta betur og ítarlegar. Greinina má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv