fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fréttir

Tekjudagar DV: Þetta eru laun ráðherranna – Lilja Alfreðs trónir á toppnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og ferðamálaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, var með hæstu launin í fyrra af ráðherrum núverandi ríkisstjórnar. Alls var Lilja Dögg með rétt tæpar 2,7 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra og var með sjónarmun hærri laun en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri-Grænna. Ný ríkisstjórn Katrínar var formlega mynduð í nóvemberlok og því sátu flest þeirra sem nú gegna ráðherraembættum í fyrri ríkisstjórn og á ráðherralaunum.

Undantekningin er Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins, og Sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Þeir gegndu hvorugir ráðherraembættum í fyrra og voru því með talsvert lægri laun en kollegar þeirra.

DV mun í samstarfi við Fréttablaðið skrifa upp netfréttir úr álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem munu birtast í dag og næstu daga. Rétt er að geta þess að um mánaðarlaun einstaklinga er að ræða, sem reiknaðar eru út frá útsvari, en einnig geta umræddir einstaklingar verið með aðrar tekjur, til dæmis fjármagnstekjur, sem ekki eru inn í þessum tölum.

 

Lilja D.Alfreðsdóttir Menningar- og ferðamálaráðherra    2.695.920
Katrín Jakobsdóttir  Forsætisráðherra    2.670.568
Bjarni Benediktsson  Fjármála- og efnahagsráðherra    2.421.226
Guðlaugur Þór Þórðarson  Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra    2.399.866
Sigurður Ingi Jóhannsson  Innviðaráðherra    2.329.764
Svandís Svavarsdóttir  Matvælaráðherra    2.312.823
Guðmundur Ingi Guðbrandsson  Félags- og vinnumarkaðsráðherra    2.216.871
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir  Utanríkisráðherra    2.131.837
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  Vísinda,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra    2.039.771
Ásmundur Einar Daðason  Mennta- og barnamálaráðherra    2.013.678
Willum Þór Þórsson  Heilbrigðisráðherra    1.600.775
Jón Gunnarsson  Dómsmálaráðherra    1.525.718
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Spekileki skellur á Rússlandi

Spekileki skellur á Rússlandi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Margrét birtir svar Icelandair – „Fer því málið fyrir dómstóla“

Margrét birtir svar Icelandair – „Fer því málið fyrir dómstóla“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jónas játar að hafa ítrekað skvett rauðri málningu á rússneska sendiráðið

Jónas játar að hafa ítrekað skvett rauðri málningu á rússneska sendiráðið
Fréttir
Í gær

Segir að Pútín hafi gert stór mistök

Segir að Pútín hafi gert stór mistök
Fréttir
Í gær

Innbrotsþjófurinn skildi þýfið eftir

Innbrotsþjófurinn skildi þýfið eftir