fbpx
Fimmtudagur 29.september 2022
Fréttir

Var misnotaður af eldri bróður sínum – „Lögreglan var aldrei að vinna með okkur, heldur alltaf að vinna á móti okkur.“ 

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 20:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaverndarnefnd óskaði árið 2016 eftir því að lögregla tæki til rannsóknar meint kynferðisbrot. Þá hafði drengur greint sálfræðingi frá því að hafa stundað kynferðislegar athafnir með yngir bróður sínum.

Yngri bróðirinn deilir sögu sinni í nýjasta þætti Eigin kvenna. Hann kemur ekki fram undir nafni, en þáttastjórnandi Edda Falak gaf honum nafnið Pétur í lýsingu þáttar, en það ekki hans rétta nafn.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

 

Ég held hann hafi séð mjög mikið eftir þessu

Aðspurður um það hvers vegna hann telji að eldri bróðir hans hafi sjálfur greint frá brotunum svarar Pétur:

„Ég hreint og beint veit það ekki, ég held að hann hafi fattað svolítið að þetta var rangt. Ég held að hann hafi séð mjög mikið eftir þessu. Þetta gerðist fyrst að mínu mati 2010, þetta er náttúrulega allt mín skoðun hérna og mitt álit. Ég segi 2010,“ segir Pétur en hann var þá 10 ára og bróðir hans ári eldri.

Pétur segir að eftir að bróðir hans greindi sálfræðingnum frá hafi strax farið í gang ferli. Hann var boðaður í viðtal og í kjölfarið var barnaverndarnefnd, lögmaður og lögregla komin til sögunnar. Pétur greinir frá að hann hafi til að byrja með fundið fyrir létti að málið væri komið upp. Hann hafi á þeim tíma verið að upplifa einelti í skóla, einelti heima við og svo hafi bróðir hans verið að misnota hann.

„Margir hafa sína daglegu rútínu, að bursta tennur og fara í skólann og jaddajadda. Mitt var að fara í skólann, vera lagður í einelti, koma heim vera lagður í einelti og svo nauðgað um kvöldið.“

Pétur segir að á meðan misnotkunin stóð yfir hafi hann upplifað það sem eðlilegan hlut af lífinu.

„Maður vissi eiginlega ekki hvað var rétt og rangt á þessum tíma.“

Allir að reyna að ná sínu í gegn

Líkt og áður segir var Pétur á þessum tíma að upplifa einelti bæði í skóla og heimavið og taldi það bara eðlilegan hlut að líða illa.

Eftir að málið kom upp hafi misnotkunin hætt, fyrir utan eitt skipti nokkrum mánuðum síðar. Pétur hafi strax rætt það við sinn sálfræðing og í kjölfarið hafi bræðurnir farið í Barnahúss og náð þar sáttum, sem Pétri þótti mjög gott.

Hins vegar hafi hann upplifað það að lögregla hafi ekki verið með honum í liði. Hann hafi ekki vilja að málið færi í dóm heldur vildi hann, líkt og áður segir, halda fjölskyldunni saman. Í samkomulaginu sem gerð var í Barnahúsi fólst að eldri bróðirinn flytti af heimilinu og var Pétur sáttur við það fyrirkomulag. Engu að síður hafi lögregla ítrekað farið fram á að eldri bróðirinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald gagnvart Pétri.

Þegar málið kom upp upplifði Pétur sem svo að hann hefði enga rödd, enginn væri að hlusta á hvað hann vildi. Barnaverndarnefnd hefði haft sín markmið, lögreglan sín og jafnvel lögmaðurinn sem var fenginn til að gæta hagsmuna Péturs hafi verið fastur á því að Pétur ætti að fara fram á bætur.

„Það voru allir að reyna að ná sínu í gegn og fyrir mér – ég reyndi segja það oft – vildi ég halda fjölskyldunni sama – ég sagði það í mörgum viðtölum í Barnahúsi en það var eiginlega aldrei hlustað alvarlega á mig þar sem þeir horfðu á mig sem krakka.“

Pétur hafi hins vegar fundið til með bróður sínum og að hann ætti ekki skilið að vera ákærður.

„Fyrir mér var þetta alltaf það að mér fannst hann bara veikur. Mér fannst hann ekki eiga neitt illt skilið ég sá bara veikan einstakling fyrir mér og vildi halda fjölskyldunni saman.“ 

Enginn hafi viljað nálgunarbann – nema lögreglan.

„Lögreglan var aldrei að vinna með okkur, heldur alltaf að vinna á móti okkur.“ 

Ekkert sterkara en góð fjölskylda

Pétur greinir frá því að hann hafi í gegnum árin glímt við alvarlegt þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Það komi góðir tímar inn á milli en þunglyndið geti alltaf komið til baka. Pétur segist hafa fengið góða aðstoð frá barnaverndarkerfinu á meðan hann taldist enn barn. Síðan varð hann 18 ára og upplifði að kerfið hefði hent honum út og nú væri ætlast til að hann reddaði sér sjálfur.

Pétur segist ekki óttast að bróðir hans muni aftur brjóta af sér.

„Ég mun aldrei vera hræddur við það. Ég veit að hann myndi aldrei gera þetta aftur.

Hann segist heldur ekki upplifa reiði í garð bróður síns.

„Nei – aldrei. Ég hef alltaf – ég gæti hafa gert það þegar þetta var í gangi – en eftir að þetta kom upp hef ég bara séð veikan einstakling og ég vorkenni honum. Ég veit að margir munu vera bara: „Ha?“ og skilja þetta ekki alveg. En þú þarft að vera mjög veikur til að gera svona hluti.“

Hann segir að þeir bræðurnir séu sammála um það að betra sé að líta til framtíðar heldur en að festast í fortíðinni. Hann tekur þetta einn dag í einu.

Hann hafi fengið alvarlegt þunglyndiskast seint á síðasta ári en er nú kominn í meðferð hjá Píeta-samtökunum sem hann segir frábær samtök sem hafi gripið hann vel.

Pétur ræddi einnig um fjölmiðla umfjöllun um málið þar sem gætti á gagnrýni í garð foreldra hans fyrir að vilja halda fjölskyldunni saman. Pétur bendir á að hann hafi viljað það sjálfur og fjölskyldan hafi þrátt fyrir málið náð að halda saman og er hann mjög þakklátur fyrir það.

„Því það er ekkert sterkara en góð fjölskylda“

Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða hugsa um að skaða sig eru minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar hér:

Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by EIGIN KONUR (@eiginkonur)

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Spekileki skellur á Rússlandi

Spekileki skellur á Rússlandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Allt logar í Digraneskirkju – Formaður sóknarnefndar sakaður um ofbeldi – Sóknarnefndin vill fá séra Gunnar aftur

Allt logar í Digraneskirkju – Formaður sóknarnefndar sakaður um ofbeldi – Sóknarnefndin vill fá séra Gunnar aftur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að „atkvæðagreiðslurnar“ muni bjarga milljónum frá þjóðarmorði

Segir að „atkvæðagreiðslurnar“ muni bjarga milljónum frá þjóðarmorði
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að Pútín hafi gert stór mistök

Segir að Pútín hafi gert stór mistök
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Innbrotsþjófurinn skildi þýfið eftir

Innbrotsþjófurinn skildi þýfið eftir