fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fréttir

Helgi Áss telur Snorra hafa farið með fleipur í umfjöllun sinni um Jordan Peterson – „Eðlilegt að raddir efasemda fái að heyrast“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. júlí 2022 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að Snorri Másson, fjölmiðlamaður á Stöð2 og Vísi hafi farið með rangt mál í umfjöllun sinni um sálfræðinginn umdeilda Jordan Peterson. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni gagnrýnir Helgi Áss að Snorri, sem er ekki nafngreindur heldur aðeins kallaður „fjölmiðlamaðurinn“ hafi sett eigin fyrirvara á málflutning sálfræðingsins í umfjölluninni. Að mati varaborgarfulltrúans séu slíkir fyrirvarar í lagi ef þeir séu reistir á traustum grunni en það telur Helgi Áss að að ekki hafi átt við í þessu tilviki.

Meðal annars tekur hann fyrir setningu í umfjöllun Snorra á Vísi um viðtalið sem hljóðar svo:

„Stundum eru kynhormónabælandi meðferðir notaðar til að styðja við trans ungmenni enda er komin löng reynsla á notkun slíkra lyfja við meðferð annarra hópa. Áhrifin þar eru afturkræf.“

Helgi Áss, sem tekur fram að hann sé ekki læknisfræðimenntaður, segist draga þennan fyrirvara Snorra um málflutning Peterson í efa. Byggir hann skoðun sína á skýrslu opinbers rannsóknarráðs í málefnum heilsu og velferðar sem kom út í febrúar á þessu ári.

Segir varaborgarfulltrúinn að samandregið hafi helsta niðurstaða skýrslurnar verið sú að áhættan af notkun kynhormónabælandi meðferða í tilviki ungmenna sé meiri en mögulegur ávinningur af slíkri meðferð. Það sé eingöngu í í undantekingartilvikum sem bjóða eigi upp á slíkar meðferðir.

Öllum sé heimilt að hafa skoðanir á málaflokkinum

Að sögn Helga Áss hafi sú niðurstaða verið reist á þremur meginþáttum.

„Í fyrsta lagi hafi verið talið ekki væru fyrir hendi fullnægjandi vísindalegar sannanir fyrir virkni og öryggi þessara lyfja. Í öðru lagi hefur ný þekking rutt sér til rúms sem bendir til þess að ungmennum geti snúist hugur til kynleiðréttingar. Í þriðja lagi þykir óvissa fylgja auknum fjölda ungmenna sem sækjast eftir því að hefja kynleiðréttingarferli, aukning sem er sérstaklega mikil á meðal ungmenna sem eru við fæðingu skráð kvenkyns,“ skrifar Helgi Áss og telur að þessar niðurstöður skýrslunnar sýni að fyrirvara Snorra hafi ekki verið reistir á traustum grundvelli.

Hann tekur fram að hans mat sé að samfélagið eigi að tryggja að umgjörð um málefni transfólks sé í senn vönduð og laus við fordóma.

„Hins vegar sé eðlilegt að raddir efasemda fái að heyrast um viðurhlutamikil læknisfræðileg inngrip í líf einstaklinga undir lögaldri sem miða að því að undirbúa þá fyrir kynleiðréttingaraðgerðir. Öllum, þar með talið Jordan Peterson, er heimilt að hafa skoðanir á því viðfangsefni,“ skrifar Helgi Áss.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir mjög mikla hættu á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum

Segir mjög mikla hættu á að Rússar beiti kjarnorkuvopnum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ruglingsleg herkvaðningin veldur titringi um allt Rússland

Ruglingsleg herkvaðningin veldur titringi um allt Rússland
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Eldur í Urriðaholti
Fréttir
Í gær

„Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára.“

„Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára.“
Fréttir
Í gær

Svavar Pétur er látinn

Svavar Pétur er látinn