fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Ódýrara að leggja einkaflugvél en bíl í fimm daga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 08:00

Einkaflugvélar á Reykjavíkurflugvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ódýrara að leggja einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli í fimm daga en að leggja bíl í bílakjallara í miðborginni.

Fréttablaðið skýrir frá þessu en blaðið skoðaði kostnaðinn við að lenda einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli. Stuðst var við gjaldskrá Isavia sem gildir fyrir flugvelli utan Keflavíkurflugvallar.

Segir blaðið að kostnaður við að leggja Cessna Citation M2, sem er einkaflugvél í minni kantinum, með farrými fyrir sjö farþega sé 35.485 krónur fyrir fimm sólarhringa.  Er þá miðað við að vélin sé í hámarksþyngd þegar hún lendir og því er um hámarksgjald að ræða.

Kostnaðurinn er hærri fyrir stærri flugvélar. Ef vélin er með færri farþega, minna eldsneyti eða minni farangur lækkar kostnaðurinn því gjaldskrá ISAVIA miðast aðallega við þyngd flugvéla og farþegafjölda.

Segir blaðið að ef bíl er lagt í bílakjallaranum undir Hafnartorgi í Miðborginni í fimm sólarhringa kosti það 39.000 krónur.

Nánar er hægt að lesa um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Í gær

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“