fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fjórir ákærðir fyrir hrottalegt ofbeldi og frelsissviptingu í Hafnarfirði – Lúbörðu tvo menn og spörkuðu í kynfæri þeirra – „Þú munt deyja“  

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 27. maí 2022 12:30

Hafnarfjörður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir einstaklingar eru ákærðir af Héraðssaksóknara fyrir hrottalegt ofbeldi og frelsissviptingu gagnvart tveimur fórnarlömbum auk annarra brota. Ofbeldisbrotin átt sér stað í Hafnarfirði þann 1. maí 2018 og varði fram undir morgun daginn eftir. Samkvæmt ákærunni virðist annar maðurinn hafa þurft að þola ofbeldisverk í þrjár klukkustundir en eftir það var hann neyddur til þess að horfa upp á ofbeldi gegn félaga sínum yfir lengri tíma. Þá var hann neyddur til að taka peninga úr hraðbanka með bankakorti félaga síns.

Fjórmenningarnir er ákærðir fyrir að veitast að öðru fórnarlambinu  „ítrekað með ofbeldi þar sem þeir meðal annars kýldu og slógu hann í andlitið, felldu hann í jörðina þar sem þeir spörkuðu ítrekað í hann uns hann var reistur við og bundinn við stól, fötin skorin utan af honum og sokkum troðið í munn hans og héldu áfram að kýla og slá hann ítrekað ásamt því að slá hann með felgulykli, eða álíka áhaldi, í fætur, slá hann með hnífabrýni, eða álíka áhaldi, í rifbein, maga og háls, slá hann með belti, sparka í kynfæri hans og setja fætur hans í fötu eða kar með ísköldum hreinsivökva og hella sama vökva yfir hann og meðan á þessu stóð ítrekað hótað [fórnarlambinu] frekari barsmíðum og lífláti og tekið  af honum farsíma og bankakort og eftir að hafa neytt hann til að gefa upp PIN númer kortsins tekið út af því 23.000 krónur úr hraðbanka, allt með þeim afleiðingum að [fórnarlambið] hlaut rifbrot, hryggbrot, mar á höku, hruflsár á hné, mar á kvið, bólgu á kinnbein, eymsli í vinstri síðu, hálshrygg, mjóbaki og hné auk marbletta á kvið svo og alvarleg þunglyndis- og kvíðaeinkenni ásamt áfallastreituröskun,“ eins og segir í ákæru.

„Þú munt deyja“

Þrír mannanna eru svo ákærðir fyrir sambærileg brot félaga mannsins en tekið er fram að ofbeldisverkin gegn honum hafi varað í allt að þrjár klukkustundir. Í ákærunni kemur fram að árásarmennirnir hafi veist að honum með ofbeldi, þar sem þeir meðal annars kýldu hann ítrekað í höfuð og búk, spörkuðu í hann liggjandi, handjárnuðu hann við stól og spörkuðu í kynfæri hans ásamt því að hóta honum frekara ofbeldi uns þeir létu hann lausan. Í kjölfarið neyddu þeir manninn til að vera viðstaddan brot sem beindust gegn félaga hans og neyddu hann meðal annars til að taka út peninga af bankakorti félaga síns úr hraðbanka. Maðurinn hlaut bólgur í andliti, skurð á eyra, glóðarauga og marbletti á maga og fætur.

Að auki er einn ofbeldismannana ákærður fyrir nytjastund en hann neyddi fórnarlambið til þess að afhenda sér lykla að Lexus-bifreið sem var í eigu móður og tók bifreiðina traustataki og nýtti sér hana til eigin afnota í heila viku. Þann 8. maí 2018 missti maðurinn svo stjórn á bifreiðinni svo hún fór utan vega og tjónaðist.

Þá er einn árásarmannanna ákærður fyrir hótanir en hann sendi eftirfarandi skilaboð á annað fórnarlambið á árásardaginn.

„Allir muna vita hvað þu gerðir helvitið þitt, eg skal sjálf sjá til þess að þú rotnir í hreinasta helviti mannógeðið þitt. Þú vili ekki einu sinni ímyndað þer hvað sé i vændum hja þer. Þú munt deyja“

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 30. maí næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“