fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Segir SÁÁ ekki viðurkenna alvarleg stjórnendamistök sín

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. maí 2022 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Már Jónsson, sem var oddviti Miðflokksins í Reykjavík í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum, gagnrýnir SÁÁ í nýjum pistli á Vísir.is. Undir greininni titlar Ómar sig  sem náinn aðstandanda og stuðningsmann um styrk og trúverðugleika SÁÁ.

Ómar rifjar upp samskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) sem hafa verið í fréttum á árinu, en SÍ sakar SÁÁ um að hafa oftekið frá stofnuninni fé fyrir þjónusta sína. Gerir SÁÁ endurkröfu á SÁÁ upp á 175 milljónir króna og hefur kært samtökin til Landlæknis og héraðssaksóknara. Ómar rifjar upp málið og segir:

„Ástæðuna fyrir kærunni má rekja til þess að þegar að Covid skall á og rekstarumhverfi samtakanna breyttust ákvað stjórn SÁÁ að endurskilgreina upp á sitt einsdæmi ákvæði í samninginum sér í hag án þess að eiga samtal um það áður við Sjúkratryggingar og óska eftir endurskoðun samnings vegna breyttra forsenda.“

Ómar bendir á að í stað þess að viðurkenna mistökin hafi SÁÁ brugðist við með einkennilegum skýringum:

„Um er að ræða alvarleg stjórnendamistök og hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum SÁÁ vegna ásakanna sem hefur verið eftirfarandi.

  • „Ari Matthíasson, starfsmaður Sjúkratrygginga hafi horn í síðu samtakanna og þess vegna hafi SÁÁ verið kærð”.
  • „Þetta er allt byggt á misskilningi hjá Sjúkratryggingum Íslands”.
  • „Stjórn SÁÁ harmar framgöngu Sjúkratrygginga Íslands gagnvart SÁÁ”.“

Ómar segir ásakanirnar grafalvarlegar og stjórn SÁÁ beri mikla ábyrgð. Byrjunin sé að viðurkenna mistökin:

„Mestu ábyrgðina á rekstri SÁÁ ber stjórn og formaður stjórnar samtakanna og við jafn alvarlegar ásakanir ber stjórn að taka fulla ábyrgð á framhaldinu. Það fyrsta er að viðurkenna alvarleg sjórnendamistök, ekki bara gagnvart Sjúkratryggingum heldur einnig gagnvart kjarnastarfsemi samtakanna, gagnvart skjólstæðingum SÁÁ. Í framhaldi ber samtökunum að leita allra leiða til að rétta af stefnuna og halda áfram því góða starfi sem samtökin eru þekkt fyrir.

Það skiptir máli fyrir okkur öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst