fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Fréttir

10 handteknir og 5 úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 23. maí 2022 17:10

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa stundina sitja fimm í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í gegn skipulagðri brotastarfsemi fyrir helgi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan sendi á fjölmiðla í dag.

Lagt var hald á umtalsvert magn af marijúana, um 40 kíló, en leitað var á allmörgum stöðum, bæði í húsum og ökutækjum. Um var að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis. Lögreglan lagði einnig hald á ökutæki, peninga og tölvubúnað.

Nokkrir tugir lögreglumanna tóku þátt í aðgerðunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi.

Alls voru tíu manns handteknir vegna rannsóknarinnar og fimm þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald til tveggja vikna. Rannsókn málsins miðar vel samkvæmt lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki
Fréttir
Í gær

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“