fbpx
Föstudagur 01.júlí 2022
Fréttir

Höfuðkúpubrot og lífshættuleg hnífstunga í drykkjusamkvæmi í Reykjavík – Fær bætur sex árum eftir atvikið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2016 endaði drykkjusamkvæmi í Reykjavík með skelfingu. Nokkrir menn höfðu komið saman til að drekkja bjór og spjalla en eftir að slettist upp á vinskapinn brutust út blóðug og lífshættuleg átök. Einn maður var höfuðkúpubrotinn í slagsmálunum og annar hlaut lífshættulega hnífstungu.

Aldrei tókst að sanna sök á nokkurn mann í þessu í máli og hamlaði það málarekstrinum hve erfiðlega tókst að ná framburði frá vitnum. Hnífur sem talið var að hefði verið beitt í átökunum fannst í eldhúsvaski á vettvangi en á honum var ekkert blóð.

Einn samkvæmisgestanna var þó ákærður fyrir hnífstunguna en hann var sýknaður af þeim sakargiftum með dómi Héraðsdóms árið 2017.

Um atburðarásina í samkvæminu segir meðal annars svo í dómi Héraðsdóms frá því í gær þar sem tekist var á um skaðabætur vegna atvikanna:

„Í gögnum málsins kemur fram að lögreglu hafi 5. nóvember 2016 borist tilkynning um hnífstungu í húsinu við […] í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang sat B við
útidyr hússins með stóran blæðandi skurð á enni. Lögreglan hafi leitað á vettvangi að ætluðu árásarvopni, en það ekki fundist. Hins vegar fannst hnífur í eldhúsvaski sem var haldlagður, en við síðari rannsókn fannst ekkert blóð á þeim hníf. Í frumskýrslu lögreglu segir jafnframt að sjúkraflutningamenn hafi komið á vettvang og hafi þeir sinnt stefnanda, sem hafi verið blóðugur inni á baðherbergi á efri hæð hússins. Í skýrslunni er lýst blóði á vettvangi, bæði innandyra og fyrir utan húsið, en hvort tveggja sést einnig á ljósmyndum sem teknar voru á vettvangi og af upptöku lögreglu þaðan. Þá er í frumskýrslu lögreglu rakið hvaða ráðstafanir voru gerðar í framhaldinu, en bæði B og stefnandi voru fluttir á slysadeild í sjúkrabifreiðum. Í lok frumskýrslu lögreglu segir að þær upplýsingar hafi fengist frá læknum sem sinntu mönnunum að B væri með þrjú nokkuð djúp stungusár á baki og síðu, auk þess sem hann væri höfuðkúpubrotinn, en að stefnandi væri með stungusár á vinstri síðu og með loftbrjóst. Þá liggur fyrir í málinu að stefnandivar einnig með sár á vinstri kinn sem gekk inn í munn.“

Ljóst þótti að þolandinn í málinu hefði verið stunginn með hnífi svo hlaust af lífshættulegt sár en aldrei tókst að sanna hver stakk hann. Bótanefnd ríkisins hafnaði kröfum brotaþolans um bætur þar sem atburðarás málsins væri óljós og sök hefði ekki sannast. Maðurinn undi ekki þeim úrskurði og stefndi ríkinu fyrir héraðsdóm.

Það var niðurstaða Héraðsdóms að maðurinn ætti rétt til miskabóta og var íslenska ríkið dæmt til að greiða honum 500 þúsund krónur. Einnig skal ríkið greiða honum sömu upphæð í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögmaður föður drengsins sem var fjarlægður af Barnaspítalanum – „Þeir feðgar glaðir að fá að verja loks tíma saman“

Lögmaður föður drengsins sem var fjarlægður af Barnaspítalanum – „Þeir feðgar glaðir að fá að verja loks tíma saman“
Fréttir
Í gær

Húsfélagsformaður óttast um milljónir eftir pöntun hjá Gluggasmiðjunni – Sölumanni sagt að mæta ekki í vinnuna

Húsfélagsformaður óttast um milljónir eftir pöntun hjá Gluggasmiðjunni – Sölumanni sagt að mæta ekki í vinnuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð – Einar Þorsteins settist í gröfuna

Skóflustunga tekin að nýjum leikskóla í Vogabyggð – Einar Þorsteins settist í gröfuna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimkaup hefur sölu á áfengi

Heimkaup hefur sölu á áfengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðalheiður vekur athygli á djammvanda sem blasir við Íslendingum

Aðalheiður vekur athygli á djammvanda sem blasir við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að íbúðir hljóti að lækka í raunverði á næstu árum

Telur að íbúðir hljóti að lækka í raunverði á næstu árum