fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fréttir

Vara við friðarviðræðum við Pútín – „Maður þarf að passa sig á að vera ekki plataður af Rússum“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. desember 2022 05:52

Úkraínskir hermenn á vígvellinum. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki kominn tími til að hefja friðarviðræður við Pútín því hann er ekki á þeim buxunum að hætta stríðsrekstrinum í Úkraínu og hann mun bara nota hlé á stríðsátökum til að styrkja rússneska herinn og endurskipuleggja hann.

Þetta segja norskir sérfræðingar sem Dagbladet ræddi við.

„Maður þarf að passa sig á að vera ekki plataður af Rússum,“ sagði Tom Røseth, sérfræðingur í rússneskum málefnum við norska varnarmálaskólann.

Stríðið hefur ekki gengið fyrir sig eins og Pútín hafði reiknað með en hann reiknaði með að það myndi taka um tíu daga að sigra úkraínska herinn og hernema landið. En á aðfangadag verða tíu mánuðir liðnir síðan Rússar réðust á nágranna sína og ekkert útlit er fyrir að stríðinu ljúki í bráð.

Ástæðan er að Úkraínumenn hafa ekki í hyggju að gefast upp og verja land sitt af öllum mætti og njóta til þess stuðnings Vesturlanda. Pútín hefur heldur engan áhuga á að stöðva stríðið og svo lengi sem hann sýnir engan vilja til málamiðlana þá eiga Úkraínumenn að forðast að semja um frið við þá. Þetta sögðu Rússlandssérfræðingarnir Iver Neumann og Tom Røseth.

„Núna er ekki hægt að treysta á samning við Rússa, að minnsta kosti ekki vopnahlé. Ég tel að þeir myndu rjúfa það um leið og þeir telja sig hafa hag af því,“ sagði Røseth.

Neumann tók í sama streng og sagði að það eigi alltaf að reyna að tala saman en það sé ekki alltaf sem tími sé til þess kominn. Það verði greinilega að valda Pútín enn frekara tjóni áður en hann verður það meir að hægt sé að ræða við hann.

Þeir bentu einnig báðir á að nú hafi Úkraínumenn meðvind á vígvellinum. Þeir hafi náð herteknum svæðum úr greipum Rússa og að vopnahlé geti reynst þeim hættulegt til langs tíma litið.

Þeir benda á að friðarviðræður verði erfiðar því Rússar hafi innlimað Luhansk, Donetsk, Kherson og Zaporizjzja auk Krímskaga.

„Rússar vilja fá þau svæði sem þeir hafa innlimað en hafa ekki fulla stjórn á og hafa sett það sem skilyrði fyrir friðarviðræðum, einnig við Bandaríkjamenn,“ sagði Røseth.

Það er einmitt þetta sem sérfræðingarnir telja sýna að Pútín hafi ekki raunverulegan áhuga á samningaviðræðum.

„Við vitum, af því að Rússar segja það, að þeir ætla að halda stríðinu áfram. Þeir viðurkenna ekki tilverurétt Úkraínu. Fyrir Úkraínu þýðir þetta að þetta er stríð sem snýst um að landið geti lifað áfram,“ sagði Neumann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak

Frosti birtir opið bréf til ritstjórnar Heimildarinnar og spyr ágengra spurninga um Eddu Falak
Fréttir
Í gær

Vesturlönd ræða við sig sjálf hvar rauðu línur Pútíns eru

Vesturlönd ræða við sig sjálf hvar rauðu línur Pútíns eru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir árásina hjá Moe´s Bar Grill – Brotaþolinn með varanlegan heilaskaða

Ákærður fyrir árásina hjá Moe´s Bar Grill – Brotaþolinn með varanlegan heilaskaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Takast á um Votta Jehóva – „And­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd“

Takast á um Votta Jehóva – „And­styggi­legt form refs­ing­ar, and­legt of­beldi í sinni verstu mynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Öryggismál Íslands, gagnrýni á Edduna, Kári Egilsson

Fréttavaktin: Öryggismál Íslands, gagnrýni á Edduna, Kári Egilsson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eigendur einangrunarstöðva fyrir hunda í hár saman: „Fara á netið með rógburð og meiðyrði um samkeppnisaðila“

Eigendur einangrunarstöðva fyrir hunda í hár saman: „Fara á netið með rógburð og meiðyrði um samkeppnisaðila“