fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. desember 2022 15:55

Laugarnesskóli er einn þeirra skóla í Reykjavík sem þarfnast hefur mikils viðhalds undanfarið. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt er sakleysislegra en fótboltaleikur á vellinum við Laugarnesskóla á vorkvöldi og kvöldganga með hund í nágrenninu. Þetta var þó aðdragandinn að fólskulegri líkamsárás sem átti sér stað þriðjudagskvöldið 14. apríl árið 2020. Dómur var kveðinn upp í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 30. nóvember síðastliðinn.

Fyrir dómi lýsti brotaþolinn því að hann hafi umrætt kvöld farið út að ganga með hundinn sinn. Tók hann þá eftir því að þremur bílum var lagt fyrir utan Laugarnesskóla. Tók hann þá upp síma sinn og tók mynd af einum bílnum. Veittust þá tveir menn að honum og vildu ná af honum símanum. Segist hann þá hafa verið sleginn hnefahöggi í andlitið, hann gripið um háls árásarmannsins til að verja sig falli og þeir fallið saman niður í jörðina. Maðurinn hefði síðan auk tveggja annarra manna sparkað í hann og spörkin lent á andliti hans, öxl, vinstri síðu og vinstri ökkla. Hafi spörkin verið a.m.k. sex talsins.

Þó að árásarmennirnir hafi verið þrír var aðeins ákæra gegn einum til meðferðar hér. Neitaði hann sök og lýsti atvikum svo að er hann hafi verið að spila fóbolta með vinum sínum fyrir utan Laugarnesskóla hafi þessi maður byrjað að mynda bílana þeirra og þá sjálfa. Hafi hann tekið bæði ljósmyndir og myndbönd af þeim. Átök hafi brotist út er hann tók símann af manninum og hafi brotaþoli kýlt hann í gagnaugað er þeir féllu í jörðina. Hann viðurkenndi að hafa kýlt til baka og sparkað brotaþola af sér.

Þá segir ennfremur í texta dómsins:

„Í málinu liggur fyrir matsgerð, dags. 24. janúar 2022, vegna líkamstjóns brotaþola vegna árásarinnar. Þar segir að ráðist hefði verið á brotaþola og sparkað í andlit hans og brjóstkassa og hann við það hlotið áverka á andlit sem hefðu lagast. Einnig hefði hann hlotið brot á 10. og 11. rifi vinstra megin og hefði 11. rifið verið margbrotið en bæði brotin verið með góða legu. Þau brot greru en brotaþoli hefði enn haft einkenni þaðan við gerð matsins. Einnig hefði brotaþoli hlotið áverka á vinstri ökkla eftir spark og þar bólgnaði hann upp og hlaut áverka á sinar en það hefði lagast töluvert. Loks hefði hann hlotið áverka á vinstri öxl. Hann hafði áður gengist undir speglunaraðgerð þar en afleiðingar sparkanna gerðu það að verkum að verkir jukust í öxlinni og hreyfigeta minnkaði. Var niðurstaða matsins sú að læknisfræðileg örorka/miski brotaþola vegna árásarinnar væri samtals 18%/18 stig, 3 stig vegna vinstri axlar, 2 vegna áverka á brjóstkassa vegna rifbeinsbrota, 3 vegna áverka á lendhrygg og 10 stig í miska vegna áfallastreituröskunar.“

Mat dómara á ofannefndum gögnum og framburði málsaðila fyrir dómi átti sinn þátt í að hinn ákærði var sakfelldur en þyngra vóg þó líklega framburður vitnis fyrir dómi sem sá árásina. Var það kona sem sagðist ekki hafa séð brotaþola kýla mennina en þeir hafi kýlt hann. Hann hafi haldið utan um höfuð sitt í varnarstöðu til að verja sig.

Árásarmaðurinn var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða þolandanum 300 þúsund krónur.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga