fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Rússar efla her sinn nærri Norðurlöndunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. desember 2022 17:30

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands og herforingjar í bakgrunni. Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í vikunni að Rússar muni fjölga í herliði sínu í norðvesturhluta landsins, það er að segja nærri landamærum Svíþjóðar og Finnlands. Munu þeir stofan nýja herdeild til að sinna verkefnum á þessu svæði.

Samkvæmt frétt RIA fréttastofunnar sagði Shoigu að þetta séu viðbrögð Rússa við „ógninni“ sem stafar af NATO.

Hann sagði að í ljósi þess að NATO sé að efla her sinn við rússnesku landamærin auk þess sem bandalagið færi út kvíarnar með því að taka Finnland og Svíþjóð inn sé nauðsynlegt að bregðast við með því að vera með viðeigandi fjölda hermanna í norðvesturhluta Rússlands.

Ekki liggur fyrir hversu margir hermenn þetta eru eða hvar nákvæmlega þeir eiga að vera staðsettir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu