fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Fréttir

Maðurinn sem felldi ráðherra dæmdur fyrir ítrekuð fjársvik í BYKO

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Ástráðsson er maðurinn hvers mál leiddi til þess að Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra árið 2019. Guðmundur hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot og dæmdi Arnfríður Einarsdóttir í máli hans fyrir Landsrétti, en hún var skipuð Landsréttardómari af Sigríði Andersen, þvert á mat dómnefndar um hæfni umsækjenda. Taldi Mannréttindadómstóllinn að Guðmundur hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem Arnfríður hefði ekki verið löglega skipuð.

Guðmundur var í gær í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur fyrir fjársvik og enn og aftur fyrir umferðarlagabrot.

Samkvæmt dómi í málinu mun Guðmundur hafa svikið fé út úr BYKO með því að þykjast hafa heimild til að skrifa vörukaup á tiltekið fyrirtæki. Gaf hann í því skyni upp nöfn raunverulegra einstaklinga sem hefðu heimild til slíkra vörukaupa og nýtti sér trú starfsmanna um að hann hefði heimild til slíkra kaupa. Þessi brot áttu sér stað í fimm skipti á þriggja mánaða tímabili árið 2021 og voru framin í þremur mismunandi verslunum BYKO. Alls tók Guðmundur út vörur fyrir rétt rúmar 392 þúsund krónur.

Eins var Guðmundi gert að sök að hafa ekið bifreið í desember síðastliðnum, undir áhrifum ávana- og fíkniefna og þar að auki hafði hann verið sviptur ökurétti ævilangt.

Guðmundur játaði þessi brot skýlaust. Í dómsorði kemur fram að Guðmundur eigi verulegan sakaferil að baki, en hann hafi frá 2005 fimmtán sinnum veirð fundinn sekur um refsiverða háttsemi. Einkum fyrir umferðarlagabrot á borð við hraðakstur, ölvunarakstur, akstur undir áhrifum fíkniefna, akstur eftir að hafa verið sviptur ökurétti, vopnalagabrot og hylmingu. Hann hafi einnig verið sakfelldur fyrir fíkniefnabrot, bæði minniháttar og stórfelld.

Dómari tóm fram að umrætt Landsréttarmál sem fór fyrir Mannréttindadómstólinn hafi nú verið endurupptekið.

Verjandi Guðmundar krafðist þess að honum yrði ekki gerð frekari refsing eða vægustu refsingar sem lög leyfi og að hún yrði skilorðsbundin að fullu. Vísaði verjandi til þess máls sem nú hefur verið endurupptekið og þar með hafi réttaráhrif dómsins fallið niður og ljóst að refsingar í þeim málum sem síðar voru dæmt hafi verið of þungar.

Verjandi lagði einnig fram gögn um stöðu Guðmundar í dag, en hann mun vera að vinna hörðum höndum að því að snúa við blaðinu og taka sig á.

Dómari taldi ekki rétt að brot Guðmundar ættu nú að vera refsilaus vegna Landsréttarmálsins. Hann væri nú búinn að játa á sig enn eitt umferðarlagabrotið, líkt og svo oft áður.

Því var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi óskilorðsbundið. Eins var Guðmundur enn einu sinni sviptur ökurétti ævilangt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar

Segir að Rússar ætli að hefja stórsókn 24. febrúar
Fréttir
Í gær

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum

Reyndi að stinga lögregluna af á hlaupum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar

ESB-ríkin ætla að þjálfa 15.000 úkraínska hermenn til viðbótar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband

Lögreglan skaut fótalausan mann til bana – Myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð

Fréttavaktin: Afskrifuð af skólakerfinu en er nú nemi við Háskólann í Flórída, uppbygging í Kerlingarfjöllum og Vetrarhátíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna

Edda Björk tapaði í Landsrétti: Þarf að láta synina frá sér innan þriggja vikna