fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Segja að valdabarátta standi yfir í innsta hring Pútíns

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 07:07

Pútín er sagður reikna með langvarandi stríði. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem er oft nefndur „Kokkur Pútíns“ er orðinn ótrúlega valdamikill, kannski of valdamikill að sumra mati. Hann heitir Yevgeny Prigozhin og er stofnandi, eigandi og heilinn á bak við Wagner-hópinn sem er málaliðafyrirtæki.

Rússnesk stjórnvöld hafa árum saman nýtt sér Wagner-hópinn í vafasömum aðgerðum víða um heim og nú berjast málaliðar á vegum hópsins við hlið rússneskra hermanna í Úkraínu.

Það liggur ljóst fyrir að þátttaka Wagner-hópsins í stríðinu í Úkraínu er með blessun Vladímír Pútíns, forseta. Honum og Prigozhin hefur lengi verið vel til vina og hefur Prigozhin verið meðal þeirra sem hafa fengið aðgang að kjötkötlunum og getað auðgast vel í skjóli Pútín.

En nú segja upplýsingar úkraínsku leyniþjónustunnar og bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) að snurða sé hlaupin á þráðinn í sambandi þeirra.

ISW segir að rússneskir embættismenn séu nú að undirbúa stofnun nýs einkafyrirtækis sem geri út málaliða. Prigozhin hefur haft einkarétt á slíkum rekstri fram að þessu. Líklegt má teljast að Wagner-hópurinn þyki vera orðinn of öflugur og nú vilji Pútín spyrna við fótunum.

TV2 hefur eftir Niklas Rendboe, sérfræðingi við danska varnarmálaskólann, að merki hafi verið um að brestir séu komnir í samband Pútíns og Prigozhin. Hann sagði að eitt og annað bendi til að stemmningin sé ekki mjög góð af því að Prigozhin sé ógn við valdaelítuna. Kannski ekki við Pútín sjálfan en við það kerfi sem styður hann. Prigozhin raski valdajafnvæginu. „Pútín líkar ekki að vera háður einhverjum og það er mikilvægt fyrir hann að snúa jafnvæginu þannig að það verði frekar hann sem notar Prigozhin en öfugt,“ sagði Rendboe.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi