fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Biggi lögga segir áhugaleysið sorglegt – „Við getum ekki lengur bent í aðrar áttir og beðið eftir að eitthvað gerist af sjálfu sér“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 22:00

Birgir Örn Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður sem betur er þekktur sem Biggi lögga, segir löngu komin tími til að lögregla farið í forvirkar aðgerðir í stað þess að vera sífellt í viðbragðslöggæslu. Hann vekur. máls á þessu í pistli sem hann birti á Facebook þar sem hann segir að sá mikilvægi liður löggæslu sem fovarnir eru hafi setið á hakanum undanfarin misseri.

„Síðustu ár hef ég margsinnis viðrað áhyggjur mínar af auknum vopnaburði meðal ungra drengja. Við vorum löngu farin að sjá vísbendingar um aukna áhættuhegðun sem lýsti sér meðal annars í auknum vopnaburði. Ég er í mörg ár búinn að kalla eftir auknum forvörnum og reynt mitt besta en því miður hefur mér oft fundist ég vera að hrópa upp í vindinn. Það virðast allir samt sammála um nauðsyn þess en það eina sem maður heyrir er „kannski“, „vonandi“ og „einhvern tímann“. Ár eftir ár sömu setningarnar og á meðan eldast þeir sem þurfa aðstoð og vandamálin hlaðast upp. Það er löngu kominn tími til að lögreglan fari að nýta meira af sinni orku í forvirkar aðgerðir í staðinn fyrir að vera sífellt í viðbragðslöggæslu. Lögreglan stendur sig vel í að bregðast við og upplýsa glæpi en fórnarkostnaðurinn er svo gífurlegur á meðan horft er fram hjá því sem forvarnir geta skilað.“

Kom ekki á óvart að hinn eða þessi leiddist út í brotastarfsemi

Birgir segir að oft heyrist setningar á borð við að það komi ekki á óvart að vissir aðilar komist í kast við lögin, eða að fyrirsséð sé að tilteknir aðilar yrðu fundir sekir um afbrot. Þegar slíkar setningar heyrist sé ljóst að samfélagið hafi brugðist. Hlutverk lögreglu sem snúi að forvörnum hafi um langa hríð verið vanrækt þar sem ekki sé til staðar tími eða mannskapur til að sinna þeim.

„Samfélagið hefur áður tekið höndum saman til að bregðast við aukinni áhættuhegðun meðal ungs fólks. Það tókst svo vel að heimurinn tók eftir og það er oft vitnað í „íslenska forvarnar módelið“. Sú aðferðarfræði byggði einmitt á samstarfi. Ég hef síðustu ár verið boðinn á fjölda ráðstefna í forvarnarmálum víðsvegar um heiminn þar sem ég fæ spurningar um það hvernig við fórum að því. Á þessum ráðstefnum hef ég einnig rætt um þær aðferðir sem við getum beitt í dag. Forvarnir gerast ekki að sjálfu sér. Við verðum að vera vakandi og tilbúin að aðlaga aðferðarfræðina í takt við breytt samfélag. Við getum og kunnum að beyta sannreyndri aðferðarfræði sem virkar. Það er gífurlegur áhugi á þessari vinnu erlendis frá en því miður virðist áhuginn hér heima ekki nægur til að taka þetta alvarlega. Það er ótrúlega sorglegt.“

Tími til að taka forvarnir upp úr skúffunni

Nú sé komið nóg af ráðstefnum og loforðum um að hlutirnir séu að batna með auknum fjárframlögum. Biðin kosti samfélagið of mikið. Það sé kominn tími á aðgerðir.

„Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, alþingismenn og lögreglustjórar, þetta er í ykkar allra höndum. Við getum ekki lengur bent í aðrar áttir og beðið eftir að eitthvað gerist af sjálfu sér. Það er kominn tími til að lögreglan taki af fullri alvöru sitt mikilvæga hlutverk í að grípa inn í aðstæður áður en afbrotin eiga sér stað. Það er miklu dýrara að bíða en að framkvæma. Tökum forvarnirnar úr skúffunni og hefjumst handa.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni