fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

„Blasir við“ að lögreglumaður hafi lekið myndböndunum af árásinni – „Það verður bara tekið á því með viðeigandi hætti“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi birtu fjölmiðlar myndbönd af árásinni á Bankastræti Club, um er að ræða upptökur úr eftirlitsmyndavélum á skemmtistaðnum. Myndböndin sem fjölmiðlar birtu komu þó ekki beint úr eftirlitsmyndavélunum heldur er um að ræða myndskeið sem tekið er af myndböndunum þar sem þau voru spiluð af tölvuskjá. Talsverðar líkur eru á að lögreglumaður hafi lekið myndböndunum en í öðru myndbandinu má sjá forrit hvers notkun einskorðast aðallega við lögreglumenn.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við DV að lögreglan sé með þetta til skoðunar. „Við höfum fengið þessar upplýsingar og erum að skoða það hvort að það sé. Ég tek undir það, það svona blasir við að miðað við það sem sést á myndbandinu í fjölmiðlum að þá stafi þetta frá lögreglu,“ segir Grímur. „Það verður bara tekið á því með viðeigandi hætti.“

Grímur ítrekar að málið sé til skoðunar, fari það til rannsóknar þá verði það hjá héraðssaksóknara sem fer með rannsóknir á málum þar sem lögreglumaður er grunaður um brot. Hann segir að ef lögreglumaður deildi myndbandinu, eins og virðist vera, þá sé um brot í starfi að ræða.

„Já þetta myndi vera það væntanlega, ef þetta er svona eins og við blasir, þá er það grunur um brot í opinberu starfi.

Sjá einnig: Myndband af árásinni á Bankastræti Club vekur óhug

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri